Skírnir - 01.08.1909, Page 55
Betur má ef duga skal.
247
að fieygja sér til sunds í frosti, og það jafnvel í ósöltu
vatni.
Svona var því varið um öndvegisþjóðir fornaldarinnar.
Síðan komu aðrir tímar og aðrar kynslóðir. Menn
fóru að hirða minna um líkamsíþróttirnar, og loks duttu
þær alveg úr sögunni sem uppeldisgrein og voru að eins
stundaðar af einstökum mönnum, eða einstökum stéttum,
þegar bezt lét. Andinn einn þótti þess verður að leggja
rækt við hann; likaminn — þetta moldarhulstur —- átti
•ekki annað en fyrirlitningu skilið. Reglan var sú, »að
lífga andann og krossfesta holdið«. Manngildishugsjón
almennings hvarf út í einhliða öfgar. Hann þótti einna
næstur mannlegri fullkomnum einsetumaðurinn auðmjúki,
er ól aldur sinn fjarri skarkala mannlífsins, hálf-hungur-
morða, með kaunum sleginn líkama, mænandi eftir lausn-
arstundinni úr táradalsvist þessarar veraldar. Að vísu
hélt aðaisstéttin lengi fram eftir öldum á lofti alls konar
likamsæfingum, enda var sú stétt lang-þróttmesta stétt
þjóðfélaganna; en mjög rénaði áhuginn einnig þar eftir
þvi sem tímar liðu fram.
Á 18. öldinni kvað svo ramt að niðurlæging íþrótt-
anna og blindni manna á þroskagildi þeirra, að sund og
skautaferðir var bannað með lögum í ýmsum löndum álf-
unnar — vegna þess að menn kynnu að fara sér að voða.
Það var ekki von að vel færi um þroskun kynþátt-
anna á þeim tímum; þeim þvai’r starfsþol og lífsgleði,
framsóknarþrá og viljaþrek.
Af og til risu upp menn í flokki heimspekinga, upp-
eldisfræðinga og jafnvel guðfræðinga — t. d. siðbótar-
mennirnir Lúter, Melankton og Zwingli —, er sýndu fram
á nytsemi íþróttanna og bentu á öfugstreymið í framvexti
ættleggjanna. En það var þó ekki fyr en í lok 18. ald-
arinnar að skólarnir tóku upp líkamsæfmgar meðal náms-
greina sinna. En hátt var þeim ekki gert undir höfði
fyrst framan af í samanburði við aðrar greinir, nema í
einstöku þýzkum skólum og enskum. Þjóðverjar riðu á
vaðið um framkvæmdirnar, en aldan var runnin frá raun-