Skírnir - 01.08.1909, Síða 57
Betur má ef duga skal.
24»
því stigi, er glæsiþjóðirnar gömlu stóðu á í líkamsmenn-
ingu, viljaþreki og vitsmunaskerpu.
En hvernig er því varið um okkur Islendinga?
Við áttum til þess ætt og óðal að vera atgjörvismennr
enda spörum við ekki að guma af glæsimensku feðranna.
En svo má gersimar velkja að göfgin hverfi. Er það
ekki svo um flesta okkar, að í rauninni rekum við okkur
kinnhest, er við lofum fornþjóðina? Hvað er orðið af
líkamsfegurðinni, flmleikanum, harðfenginu? Hvað er orðið
af hugprýðinni, er hló við dauðanum, viljaþrekinu, er aldrei
lét hugast, frægðarþránni, er fyrirleit hvern þann lífsferil,.
sem megnaði eigi að bregða leiðarljósi fyrirmyndarinnar
fram um brautir niðjanna? Ilvað er orðið af hinni næmu
sómatilfinningu, er vildi aldrei vamm sitt vita, af trygg-
lyndinu og drengskapnum? Horfnir eru þessir eiginieikar
að vísu ekki, en þeir eru ekki nándar nærri að sama mun
almenningseign sem áður fyrr.
Baráttu höfum við orðið að heyja í sífellu um allar
þær aldir, er gengnar eru um garð síðan víkingatímann
leið, að vísu ekki vopnabaráttu, en þó þannig vaxna bar-
áttu, að allra sömu eiginleikanna var mest þörf, sem for-
feður okkar í fornöld lögðu mesta rækt við. Ef við því-
hefðum haldið fast við manngildishugsjónir þeirra og
sniðið kostgæfilega uppeldisfarið eftir eðli baráttunnar,
eins og þeir gerðu, þá hefði atgjörvi kynslóðanna átt að
vera í óslitnum framvexti. En annað verður uppi á ten-
ingnum ef að er gætt. Islendingar létu stiemma undan
síga, að miklu leyti af sömu ástæðum og aðrar þjóðir, af
trúbragða og lífsskoðunar ástæðum, og sumpart fyrir sakir
óhollrar breytiþróunar í þjóðfélagsskipuninni. Og afleið-
ingin varð andleg og líkamleg deyfð, sundrung og þjóð-
ræknisskortur, — í stuttu máli, almenn kynspilling, er
gerði þjóðina að leikfangi menskra og ómenskra óvina,
að auðnæmri bráð fyrir drotnunargirni, dt epsótt og örbirgð.
Það er nú liðin hálf önnur öld síðan Eggert Olafsson
þuldi alvöruþrungin endurvakningarorð yfir þjóð sinni,
benti henni á þróttardrepið, á magnleysishrapið undan