Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 58

Skírnir - 01.08.1909, Page 58
-250 Betur má ef duga skal. brekkunni, og leitaðist við að endurreisa íþróttir og at- orkuhug fornaldarinnar. Menn heyrðu órainn af rödd hans uti á þekju. Bjarni Thórarensen hvessir raustina hálfu raeir, svo að undir tekur um land alt; það kennir bæði harms og reiði í rödd hans, er hann leitar árangurs- laust »snarpra garpa« á fornhelgum véttvangi frægra af- reksverka. Hann bendir á það þroskaráðið, er forfeður ■okkar kunnu svo vel að færa sér í nyt, að semja sig að eðli náttúrunnar umhverfis: Pjör kenni oss eldurinn, frostið oss kerði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná, bægi sem Kerúb með sveipanda sverðí silfurblár ægir oss kveifarskap frá. Eftir 1830 er það heill hópur hraustra drengja er 'þeytir lúðrana. Tímaritin Armann á alþingi, Fjölnir og Félagsritin nýju taka að dreifa holtaþokunni. Sjálfstjórnar- baráttan hefst. Jónas Hallgrímsson kveður þjóðernisást og þroskalöngun inn í hjörtu landa sinna. Og margir hafa síðan hann leið knúð hörpustrengina traustum tök- um og látið öflugan hvataóð duna við eyru daufingjanna. Enda eru nú Islendingar vafalaust vaknaðir til viður- kenningar um að allmiklu sé ábótavant í þroskafari þeirra, og mikið starf heflr þegar verið int af hendi til endur- reisnar þjóðinni. En betur má ef duga skal Því fer fjarri að tekið sé fyrir þróttardrep kynþátt- anna. Lífsviður þjóðarinnar er enn sjúkur í rótum, — og ræturnar verður að lækna. Forvígismenn endurreisnar- baráttunnar hafa eigi gætt þess — að Eggert Olafssyni einum undanteknum — að leggja næga áherzlu á það gróðraraflið, sem einna mikilvirkast er og traustvirkast til þjóðþroska, vandað uppeldisfar, er stefni að jafnvægi sálar- og líkamsmenningar. Stjórnmál og atvínnumál hafa jafnan setið í fyrirrúmi fyrir uppeldismálum. Það er til lítils að gera ráð fyrir rikulegum ávexti, nema vel hafl verið séð fyrir gróðrarskilyrðunum. Það má svo að orði kveða, að leikflmin liggi enn í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.