Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Síða 59

Skírnir - 01.08.1909, Síða 59
Betur má ef duga skal. 251 kaldakoli hjá okkur íslendingum. Að minsta kosti vantar mikið á, að hún sé orðin svo öflugur liður í uppeldisstarf- inu, sem nauðsynlegt er, eigi hún að miða til almenns þjóðþroska. Hún hefir að eins lítillega lyft höfðinu, með hálfri einurð, og er fjarri því að hafa markað sér spor í þjóðþroskanum. Skólarnir hafa að visu fiestir hleypt henni inn fyrir þröskuldinn; en hún situr þar enn á óæðri bekk, yzt við dyr, sem hver önnur stafkerling, er lifir á roðum og rusli. Henni eru ætlaðar 1—2 stundir á viku, inni- leiksviðin eru af skornum skamti, herfilega útbúin og eigi laus við ryk, og kenslan víðast hvar aumasta kák. Uti- leiksvið eru engin. Það er ekki langt síðan eg var i latínuskólanum. Þá átti leikfimin ekki upp á pallborðið þar að því er^ til skólastjórnarinnar kom; hún var látin tolla aftan í, meir fyrir siðasakir en alvöru, og lítið um það hirt, þótt allur helmingur skólasveina skytu við henni skolleyrunum og hinir skemdu heilsu sína sakir ills útbúnaðar, í stað þess að auka sér þrótt. Enda var ekki við öðru að búast, þar sem sumir hinna heldri að- standenda skólans töldu það jafnvel blett á piltum, órækt slæpingja- eða götustrákamerki að vera fimur í leikum —- að minsta kosti voru það engin meðmæli í þeirra augum. Því varð einum þeirra að orði, er hann sá pilt, sem hann þekti ekki, fara fimlega yfir hestinn: »Þetta er víst einn af fúxunum!« En það vildi nú einmitt svo til, að það var einn af dúxunum. Nokkru skárri kjörum mun leik- flmin eiga að fagna nú í latínuskólanum; en mikið vant- ar þó á að vel sé, meðan henni eru ekki ætlaðar fleiri stundir og hentugan leikvöll vantar undir beru lofti. Áhugaleysi og skilningsleysi almennings á nytsemi í- þróttanna sýnir bezt, hvernig ástatt er um þessa uppeldis- grein hér á landi. Allir þeir, er gaman hefir þótt að lyfta sér upp í tómstundum sínum við leik eða íþróttir þekkja það bezt af eigin reynslu, hversu örðugt er að afla sér leikbræðra. Þeir kannast við eftirgangsmunina. »Blessaður, komdu með mér í sjó; það er betra en að vera að slæpast á götunni.«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.