Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 60

Skírnir - 01.08.1909, Page 60
252 Betur má ef duga skal. »í sjó! Ertu frá þér? Það er alt of kalt.« »Nú væri gaman að koma í knattleik.« »Eg nenni því ekki.r »Líttu á brekkurnar, mjúkar fannir alla leið niður á fjarðarís, svo að hvorki sér á stein né strá. Eigum við ekki að koma á skíði?« »Æ-i nei! Heldurðu að eg nenni að fara að kjaga upp- allar brekkur. Okkur væri nær að leggja okkur, svo að við gefumst ekki upp við dansinn í nótt.« Þetta eru vanasvörin, afsakanirnar leti eða annað þaðan af verra. Slík svör hafa svift fjörmikil ungmenni margri ánægju- og heillastund, varnað þeim að njóta góðs af tómstundum sínum og oft og einatt orðið til þess að beina lífsfjöri þeirra í óholla átt. Leikfimiskennarar og aðrir þeir, er reynt hafa að- halda uppi íþróttafélagsskap, hafa líka fengið að kenna á því, hversu örðugt það er enn sem komíð er hér á landi að fá menn til að stunda æfingar af alúð. Fylkingin þynn- ist óðum, þótt vel hafi áhorfst í fyrstu. Mönnum þykir það skömm að reynast liðléttingar i glímum, klaufar í knattleik eða að stranda tvovega á hestinum. Og svo kjósa þeir það hlutskiftið að hverfa. Það er eins og þeim þyki ekkert að því, þó þeir s é u liðléttingar, en þeir hafa ekki þrek til að þola raun á því á mannamótum. Þeir gæta þess ekki þeir góðu menn, að sá sem er »ónýtur í leikfimi« — eins og komist er að orði — hefir ekki minna gagn af henni en hinn, sem lagnari er, heldur miklu meira að sínu leyti; hann þarfnast hennar að jafnaði frem- ur. Það er þroskinn, sem er markmið leikfiminnar, en ekki hitt að gera menn að fimleikatrúðum. Enginn skilji orð mín svo, að eg vilji halda því fram, að ekki sé til enn hér á landi táp og fjör og frískir rnenn. Fyrr má nú rota en dauðrota. Við eigum meira að segja nokkra ágæta leikfimismenn, svo sem sjá mátti raun á fyrir skemstu. Hitt er það, sem eg vil halda fram, að leikfimina skorti almenna rækt, svo að hún rnegi verða okkur til þjóðþrifa. Það þarf að kveða niður þá óheilla-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.