Skírnir - 01.08.1909, Page 70
262
Vistaskifti.
— Þú verður nú hjá mér í nótt, Þorgerður? Það er
komið undir kvöld, sagði húsfreyja.
— Nei, elskan mín. Eg hefi lofað henni Jórunni minni
í Hlíð að fara ekki svo um, að eg verði ekki nótt hjá
henni. Þangað ætla eg að ná. Og þess vegna standa
sem allra minst við.
— Eg ætla þá að flýta mér að ná í kaffisopa. Vatn-
ið sýður á katlinum.
Húsfreyja fór fram og við Þorgerður urðum ein
eftir.
— Nú er bezt þú farir að hafa fataskifti, Steini, sagði
Þorgerður. Eg ætla að láta fötin hans Jónasar ofan í
pokann.
Eg fór að leysa frá pokanum og tíndi upp úr honum
garmana mína.
— Hvaða ósköp ertu lengi að þessu, strákur! sagði
Þorgerður. Mér sýndist henni vera eitthvað órótt.
Eg fór að hraða mér. Og þegar eg hafði tæmt pok-
ann, fór eg úr treyjunni. Þá hnepti eg frá mér vestinu.
Og í sama bili mundi eg eftir krónunni.
Eg vissi ekki, hver sköpuð ráð eg átti að hafa. Þor-
gerður blíndi á mig. Enginn kostur að ná krónunni, án
þess að hún sæi. Eg fór úr vestinu og lagði það ofan á
treyjuna. Var lengi að þes8u í vandræðunum, þó að aug-
un í Þorgerði stæðu á mér.
I því bili kom húsfreyja aftur inn með kaffi og pönnu-
kökur.
— Hvaða dæmaiaust hefirðu verið fljót, elskan mín!
sagði Þorgerður.
—- Hvað er þetta, Steini — ertu farinn að hátta?
ságði húsfreyja.
— Onei — hann er að hafa fataskifti, sagði Þorgerð-
ur, einstaklega blíðróma, en eins og dálítið dræmt.
— Því þá það ? Þú mátt vera i þessum fötum til
kvöldsins. Þér verður ekkert sagt að gera í dag.
— Hann á ekki þessi föt, sagði Þorgerður, og var
enn blíð í rómnum.