Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1909, Side 77

Skírnir - 01.08.1909, Side 77
Út af æfisögu Péturs biskups. 269 drög« o. s. frv. Þet.ta er, eitis og mettn munu sjá, engan veginn hið sama og eg hefði sagt, að »líkur« vœri til, eins og höf. ber mór á bryit. Mér var persónulega ókunnugt um, að hve miklu leyti orðasveimurinn hefði við rök að styðjast eða ekki, en duldist hins vegar ekki, hve ervitt væri að færa óyggjandi rök fyrir hon- um, þótt hann væri sannur. Vildi eg þvt' hvorki né gat talað hór um líkur. Á hinn bóginn þótti mér ekki rótt að láta hann liggja alveg i þagnargildi, af því að menn þeir, sem hann er runninn frá, voru báðir tveir svo valinkunnir og róttorðir, að lítt hugsanlegt var, að þeir hefðu upp úr þurru farið að setja saman þessa hviksögu. Eg er heldur ekki einn til frásagnar um áðurgreind ummæli Jóns rektors Þorkelssonar, heldur vill svo vel til, að hann hefir sagt fleirum en mór hið sama og enda tekið d/pra í árinni, að því er doktorsrit- gerðina snertir. Gæti eg sennilega, ef til kæmi, leitt rök að því. Rök þau er höf. tilgreinir til þess að hnekkja fyrgreindum ummælum eru heldur ekki allsendis skýlaus. Vel vissi eg það, að Bogi Benediktsson var ekki orðinn tengdafaðir síra Póturs Póturs- sonar 1841, þegar kirkjusagan var fullprentuð. En þótt enginn kunningsskapur hafi áður verið með þeim, eins og höf. farast orð, »og efasamt hvort þeir hafa sést« — sem mór þykir þó alllíklegt, þar sem síra Pótur hafði 1837—1838 verið prestur að Helgafelli og ekki er nema fáeinna stunda leið þaðan að Staðarfelli, ef á sjó •er farið — þá þurftu þeir alls ekki að vera persónulega kunnugir til þess að lána bækur og handrit hvor hjá öðrum og bera sig saman um það sem þeim þótti vafasamt. Slíkt hefir bæði fyr og síðar verið alsiða meðal fræðimanna. Jón Pótursson gat og ósköp vel vitað orðum sínum stað, þótt ekki væri hann hér á landi 1841. Ef mér ekki skjátlast, komust flest handrit Boga síðar meir í hans hendur og er ekki óhugsandi, að hann hafi einmitt einhverstaðar í þeim fundið rök til ummæla þeirra, er Jón Þorkelsson bar hann fyrir. Með þessu sem eg nú hefi tekið fram vildi eg að eins hafa sýnt, að röksemdaleiðsla höf. er ekki allskostar óyggjandi í þessu atriði. En sjálfur skal eg að svo komnu ekki leggja neinn dóm á það, hvort Bogi hafi haft áhrif á vísindaleg rit dr. Péturs eður ekki. Fróttabréf, sem eg hefi haft með höndum frá manni í Reykja- vík til prests eins á Vesturlandi, greinir frá, að dr. Hjaltalín hafi látið hin alkunnu ummæli sér um munn fara eftir Þingvallafundinn

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.