Skírnir - 01.08.1909, Síða 78
270
Út af æfisögu Péturs biskups.
1873 og sama hefi eg heyrt menn segja, sem voru þá til heimilis-
í Keykjavík. Heimild próf. Þorvalds þekki eg að vísu ekki, etv
eftir almennum reglum um heimildir sagna, er af tveimur eða fleiri
samtímasögnum sögn sú að öðru jöfnu talin betri og áreiðanlegri,
sem greinir bæði frá stað og stund, sem talið er, að hún hafi gerst
á. í bréfinu, sem eg gat um, standa ekki orðin: »og sem þúekki
getur vitað nema kunni að ríða þér að fullu, okkur öllum og landi
voru á komandi tíma«. Bendir það a, að hér sé ekki um neinn spádóm
Hjaltalíns að ræða, heldur hafi hann viljað færa sönnur á, að nú
væri svo komið, að J. S. gæti ekki lengur haldið í hemilinn á sín-
um mönnum, heldur neyddist til að snúast á móti þeim. En það
gerði hann einmitt á Þingvallafundinum 1873 eins og próf. Þorvald-
ur tekur róttilega frim.
Höf. segir enn fremur, að eg finni það helzt að ritstarfi sínu,
að hann só altof nákvæmur! Það er nú svo. En eg vil biðja hann
og aðra góða rnenn að gæta þess, í hverju sambandi orð þessi
standa í ritdóminum. Eg held að ekki só um það að villast, að
höf. á þar við svolátandi málsgrein : »Höf. er hér sem oftar í rit-
inu nær því óþarflega nákvæmur í að árfæra og tilgreina ýmsa
smáviðburði í lífi biskups, svo sem hver ár hatin hafi verið vara-
forseti og haft ritstjórn alþingistíðindanna á hendi, hve oft hann
hafi talað á sumum þingum, í hve margar nefndir hann hafi verið
kosinn, hvenær hann hafi flutt þingsetningarræður og þar fram
eftir götunum«. Eg átaldi að eins þess konar nákvæmni um smá-
muni, er að engu leyti auðkenua manninn, og eg get enn ekki
skilið, þó eg só allur að vilja gerður, hvert erindi slíkar upptaln-
ingar og aðrar þvílíkar eiga í æfisögum látinna merkismanna. Eg
minnist ekki heldur að hafa rekið mig á þær í ýmsum merk-
um og ágætum æfisögum á útlendum tungum, sem eg hefi
lesið, enda þótt þær hafi verið töluvert yfirgripsmeiri en æfisaga
Péturs biskups.
Annars er það fleira en smásmygli þessi sem eg fann að riti
hins háttvirta höf. Þegar á 1. bls. ritdómsins vék eg að því, að
sumar heimildir höf. bæri »miklu fremur að telja til dagdóma og
palladóma en áreiðanlegra heimilda«. En að vera vandur að heim-
ildum sínum skiftir að minni hyggju afarmiklu, þegar um sagna-
ritun er að ræða. Á því veltur oft og einatt, hvort frásögnin get-
ur talist áreiðanleg og sannsöguleg eða ekki. Þá fann eg og að
ýmsum útúrdúrum og málalengingum höf. og ekki sízt að því, að