Skírnir - 01.08.1909, Side 88
Erlend tíðindi.
U80
á 66,7 og átti eftir öð1/^; Cagní, ítali, 1900, á 86,33 og átti eftir
513/4 mílu og Peary 21. apr. 1906 á 87,6 og átti því eftir 43y2
mílu að skautinu, eða sama veg sem þvert yfir ísland.
Þessir menn fóru á sleðum þegar skipin þraut, og beittu bund
um fyrir, oftast 10 eða 12 fyrir hvern, eins og Grænlendingar.
Wellman, Ameríkumaður, hefir og ætlað að reyna að ná skautinu
á loftfari, sem stýra má, og hefir í þeirri veru farið til Spitsbergen
tvö sumur undanfarið og var þar allan júlí og fram í ágúst nú í
sumar að búa sig og fylla loftbelg sinn ; steig loks upp 15. ágúst
og komst 8 mílur, en þá slitnaði af þeim drösull, sem loftfarið drá
til að styra sér og fullur var af vistaforða.' Varð hann þá að
koma niður og var hjálpað heim að skála með alt saman, en þar
kviknaði í benzínvél og mistu þeir beig og alt saman úr höndum
sér mannlaust út í loftið og þar sprakk það og tættist í sundur.
Eftir fregnirnar um Cook og Peary lýsti Wellman því 9. sept. að
hann sé hættur við norðurfarir.
Það töldu menn allar líkur til, að um norðurskaut væri haf
ísi þakið og rifur í og vakir, og sýndu þeir Nansen og Cagni fram
á, að ísinn væri þar á reki, oftast frá austri til vesturs, og hefir
þetta alt reynst nærri sanni. Þessar vakir, sund og flóar inni í
ísnum, höfðu orðið erfiðust Peary og öðrum og versti þrándur sleða-
ferðanna og eftir fréttina af Wellmau ráðgerði Zeppelin gamli að
halda þangað r.orður næsta ár á loftfari sínu.
En rétt sem menn töluðu óðast um hrakfarir Wellmans flaug
sú fregn út um heiminn 1. september um kvöldið, að Cook, ame-
rískur læknir, hefði komist á norðurskaut 21. apríl í fyrra (1908).
Menn gláptu orðlausir hver á annan. Nálega enginn maður
þekti þennan Cook. Loks grófu menn það upp, að hann hefði
verið læknir með heimskautaförum bæði til suðuríshafs og norður
með Peary. Þá rifjuðu menn og upp, að hann hefði farið með veiði-
skipi eitthvað norður í höf fyrir 2 árum, en látið svo lítið yfir sér
og svo ólfkt þeim Nansen og Peary, að þess var rétt að eins get-
ið í blöðum.
Nú var Cook í Leirvík á Hjaltlandi á heimleið af Grænlandi
á danska Grænlandsfarinu Hans Egede. Cook hélt þaðan til Kaup-
mannahafnar og fögnuðu Danir honum bæði höfðinglega og ástúð-
lega. Gerði konungur honum heimboð, en landafræðisfélagið gaf
honum heiðursgullpening sinn og háskólinn gerði hann heiðursdoktór,
en mannfjöldinn þyrptist utanað honum, hvar sem hann fór, með
óstöðvandi fagnaðarópum. Þótti Dönum það happ og heiður, að