Skírnir - 01.08.1909, Síða 89
Erlend tiðindi.
281
maður, kominn úr slíkri för, sótti þá heim fyrsta og hélt bæjar-
stjórnin honum konunglega veizlu með öllu stórmenni borgarinnar,
600 manna, en tíSindamenn stórblaðanna nærri af öllum löndum
sátu um hann úti og inni og símuðu heila blaðadálka út um alla
veröld um hann og ferð hans, en Danir gleymdu víggirðingunum
og öllu sínu stjórnarbasli yfir Cook.
Fregnirnar 5. og 6. sept. sögðu nú nokkurn veginn ljóst ferða-
sögu Cooks og eru aðalatriðin þessi:
Hann lét út frá New York 3. júlí 1907 á skipi, sem Bradley
nokkur, amerískur auðmaður, hélt til veiða norður í höf og kostaði
Bradley ferð þeirra. Kom í ágúst til Norður-Grænlands til Etah,
þar sem Peary hafðist oft
við, nokkru fyrir norðan
Yorkhöfða og bygði sér þar
hús í Annatok (líka skrifað
Anatok, Anotok, Annotok og
fl. vega) og sat þar fram í
febrúar, aflaði sér hunda,
sleða, vista og atmara farar-
nauðsynja. Þaðan hólt hann
svo af stað 19. febr. 1908
í sólarroð meö 10 Grænlend-
inga, 11 sleða og 113 hunda
og héldu vestur yfir Smiths-
sund og vestur yfir Elles-
mereland og norður Nansens-
sund milli Grantslands að
austan og Heibergslands að
vestan, sem Sverdrúp fann.
Þar var 51 stiga kuldi á
R. Við Landsend, norðurodda Heibergslands, sneru 6 Grænlend-
ingar aftur með 46 hunda 18. marz. Þeir menn höfðu flutt vistir.
21. marz sneru enn 2 vistamenn aftur, en þeir þrír, Cook, Ithúkísúk
og Alvíla (eða Arvíla) hóldu á ísöræfin með 3 sleða og 26 hunda.
Voru þá nokkrir dauðir, en öðrum höfðu þeir slátrað til fæðis hin-
um hundunum. A 85 mælistigi sáu þeir land í vestri og líkast
sem væri tvær eyjar stórar. Altaf áttu þeir vökum að verjast
þangað til, en úr því var ís samfeldari, en frá 88. mælist. var ís
á hreyfingu austur á við og komust þeir 20. apríl á 90. mælistig
og 21. á skautið sjálft og fóru þann dag og þann næsta um það
Frederick A. Cook.
(Eins og hann leit út, er hann kom
úr norðurferðinni).