Skírnir - 01.08.1909, Side 90
■282
Erlend tíðindi.
svæði alt, settu þeir niður stong í ísinn með fána Bandaríkjanna
og málmhylki með stuttri ferðasögu. Þar var kuldi 31 stig á R.;
sprungur voru þar í ísinn og vakir skamt burtu, en engin lifandi
skepna í og ekkert að sjá annað en óendanlega ísbreiðuna ógeðslega
og ömurlega. Dagur var þar þá runninn fyrir mánuði og gekk
sólin hringinn í kring nokkru fyrir ofan sjóndeildarhringinn og því
óslitið hádegi. Verður þar að telja stundirnar á klukkunni til
þess að reikna sólarhringatöluna, því engin er nóttin.
23. hófu þeir heimför sína og ætluðu sömu leið heim, en lentu
nokkru vestar og náðu ekki forðabúri sínu á Heibergslandi; hrökt-
ust þar suður sundin vorið og suraarið í fyrra, liðu hungur og
hörmungar og urðu lois að setjast að um haustið í Jonessundi í
skúta og snara og rota dýr til matar, því öll skottæki voru löngu
eydd, nema einar 3 kúiur, sem þeir geymdu sjálfum sér, ef þeir
neyddist til að stytta sór aldur. 28. febr. í ár (1909) héldu þeir
loks af staö úr Jonessundi. Þá sást þar fyrst glæta af sól. I
miðjum apríl komust þeir austur yfir Smithssund til Grænlands og
hefir Cook víst þótt sárt að dúsa þar skiplaus þangað til nú í
ágúst og mega búast við að Peary yrði kominn heim á undan sér
sigri hrósandi frá norðurskauti, þó hann færi ári seinna, því Peary
hefir skip og á alls kostar.
P e a r y .
Þetta var og mjótt á mununum fyrir Cook, því þegar hann
var búinn að vera 2 daga í Khöfn, og sem mest var um dýrðir,
kemur sú fregn frá Nýfundnalandi kvöldið 6. september, að Peary
sé þangað kominn og hafi náð norðurskauti 6. apríl í ár (1909),
tæpu ári síðar en Cook.
Hafði Peary lagt 15. febr. frá Norður Grænlandi norður Smiths-
sund og til Cap Kolumbía norðan á Grantslatidi; þaðan 1. marz
og þar þá verið auður sjór og á tveim stöðum öðrum á 87.° og
88.°, kom aftur til Cap Columbía 23. apríl og til skipsins 27.
Peary lagði af stað með fjölda hunda og rnanna, en skildi þá
smámsaman við sig og fór síðast til skautsins með 1 Grænlending
og 1 svertingja og kvaðst ekki unna öðrum hvítum manni að stíga
á skautið en sér einum, en enskum þegni lofaði hann lengst. Þykir
þetta ofsadramb. En þess ber líka að gæta, að Peary hefir verið
harðvítuga8tur og þrautseigastur allra norðurfara og varið til þess
ævi sinni og átt að kalla heimili mörg síðustu árin þar á heim-
skautshjarninu og verið konungur þar yfir selum, hjörnum, refum,