Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 29

Skírnir - 01.08.1913, Page 29
Þrjú kvæði. 221 Og víttsveimanda Settlega að semja í samtengingu Og gagnsamlegt að gera. Og vór innum lotning Hinum ódauðlegu Mjög sem menn væru; Sem verki þeir í stóru Hvað verkar hinn bezti í smáu, Eða myndi verka ef mætti. Göfuglyndur, Góður og hjálpfús Veri inn menski maður, Iðji hann og skapi Óþreytandi Hið gagnlega og rétta, Gerist æ formynd Að hinum ókunnu, Æðri og hærri Huldu hugboðs verum. 2. SÖDgur andanna yfir vötnnnnxn. Sálu mannsins Svipar til vatnsins: Frá himni það hnígur, Til himins það stígur, Og niður aftur Það neyðist til jarðar I eilífri umferð. Streymi hreinvetnis Stafur af háum Bergsins veggi bröttum, Með yndi hann dryptast í úða skýjum Upp við hálan klett, Og hægt í fang þeginn, Blæjum veifandi, Blítt niðandi Dátt hann fellur í djúp niður. Hefjist gegn hrynjanda Hrikaklettar, Freyðir hann óþola Stall af stalli, Steypist í afgrunn. I farveg hann, Þar flatt er undir, Gegnum grasdalinn læðist; Og í skygðu vatni Skoða sín andlit Allar uppheims stjörnur. Vindur er ljúflingur Vatnsbylgju kvikrar, Vindur rótar brimfextum Bárum frá grunni. Þú, sála mannsins, Hve svipar þór til vatnsins! Þið, lífsforlög mannsins, Hve lík þið eruð vindi! 3. Takmörk hins mannlega. Þá fimbulaldraður Faðirinn helgi Hendi hógreiddri Úr hnykluðum skýjum Signandi leiftrum Sáir yfir jörðu, Fjálgur kyssi eg yztan Fald hans klæða Með beyg barnslegum í brjósti trúu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.