Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 55
Nútima hugmyndir um barnseðlið.
247
er næmara og fastheldnara en í öðrum efnum. Margir,
einkum konur, muna vel liti, lögun klæða, yfirleitt alt
ytra útlit. Að sama skapi muna stjórnmálamenn ræður
og atkvæðagreiðslur, íþróttamenn nöfn og afrek stéttar-
bræðra sinna, ættfræðingar óralangar kynþáttaraðir o. s.
frv. Menn muna það sem er þeim áhugamál. Hugljúf
endurminning festir rætur. Ný og skyld atriði bætast við
daglega og tengjast eldri reynsluforða. Þannig myndast
ur áhugamálunum yfirgripsmikið kerfi, þar sem hvert at-
riði styður annað eins og hermenn í þéttri og vel æfðri
fylkingu. En af því að mörgum kemur illa að vera
gleymnir á surnt sem leiðinlegt er, hafa komið upp ýmsir
meistarar, sem þóttust geta læknað dauft minni með leynd-
ardómsfullum aðgerðum. En engum munu kynjalyf þau
hafa hjálpað, nema höfundunum sjálfum, sem gerðu þau
sér að féþúfu. Hinsvegar hafa nútímarannsóknir leitt í
ljós nokkur atriði um eðli minnishæfileikans, og ráð til að
muna vel. En ekkert er leyndardómsfult við þau ráð;
þau eru lítið annað en það sem heilbrigð skynsemi hefði
átt að geta kent, ef fylgt hefði verið boðum hennar.
Fyrst er að athuga hvenær á deginum flestum er létt-
ast að læra, því að það skiftir miklu. Astand mannsins,
líkamlegt og sálarlegt er sífelt að breytast, gengur í öld-
um eftir innri og ytri ástæðum. Þreyta, svefnleysi, hung-
ur, lasleiki, gremja, hrygð hafa djúp áhrif á námshæfileik-
ann, eru öfl sem kennarar verða að gera ráð fyrir engu
síður en skipstjórar ætlast á um áhrif hafstrauma og vinda.
Þegar þess er ekki gætt er meir og minna unnið fyrir
gýg, eins og stundum verður með undirbúning námsmanna
fyrir próf. Þeir leggja oft á sig eins og ættu þeir lifið að
leysa, vinna dag og nótt, svefnlitlir þreyttir, æstir, og
reyna að gleypa í sig sem mestan fróðleik á sem styztum
tíma, en sú þekking á sér venjulega skamman aldur.
Veldur því fyrst og fremst þreytan, og það að meira berst
að en melt verður. Til að geyma varanlega fengna end-
urminning verður nýmyndun að fara fram, sambönd að
leysast, og tengjast með nýjum hætti, en til þess þarf