Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 15

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 15
Púkinn og fjósamaðurinn. 207 sem hann þá er staddur«. »Mig grunaði það. Þetta er náttúrlega einhver flakkarinn og letiblóðið, einhver her- jans mannleysa«. »Varið þér yður á honum, barnið gott«. Þar með hafði Putois fengið sína lyndiseinkunn. Og frá þessum degi smámagnast hann. Frænka gamla var ekki í rónni. Hún ætlaði að fá hann í vinnu, hugsaði að hann væri varla svo kauphár, og bað frúna að koma orð- um til hans, en hann fanst þá ekki þegar til kom. Frænka grunaði frúna um að vilja ekki unna sér að hafa hann og fór nú sjálf á stúfana. Hún spurði heimilisfólk sitt, ættingja, vini, nágranna, viðskiftamenn, hvort þeir þektu ekki Putois. Einir tveir þóttust aldrei hafa heyrt hans getið. Hinum fanst þeir kannast ósköp vel við hann. En hver hann eiginlega væri — það gátu þeir ekki sagt. Loks þóttist gamla konan hafa haft upp á honum sjálf á göt- unni. Hann var um fimtugt, magur, lotinn í herðum, flæk- ingslegur, í óhreinum vinnustakki. Hann gekk hart. Hún kallaði á hann með nafni. Hann leit við og hvarf svo sína leið. Svo fór að versna. Það var stolið þremur melónum úr garðinum hjá frænku og síðar þrem silfurskeiðum úr borðskápnum hennar. Lögreglan fann ekki þjófinn, en var sammála frænku um það, að hann væri enginn annar en Putois. Blöðin komu með nákvæma lýsingu af peyjan- um og Putois var nú á hvers manns vörum í bænum. Gamla konan lét setja slagbrand fyrir svefnherbergisdyrn- ar, og gat þó ekki sofið. Putois náðist ekki, og þó gerðu allir sér far um að hafa upp á honum, og margir þóttust hafa séð hann, sinn á hverjum stað, samtímis, svo nú fékk hann orð á sig fyrir að vera alstaðarnálægur. Því hræddari varð gamla konan við hann. Svo bættist það ofan á, að eldabuskan hennar fór að þykna undir belti, og þegar gamla konan gekk á hana um faðernið, varðist hún allra frétta, vildi engan tilnefna. »Það skyldi þó ekki vera Putois?« Þá fór stúlkan að gráta, en svaraði engu, svo ekki þurfti framar vitnanna við. Og nú fékk Putois orð á sig fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.