Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 22
214
Púkinn og fjósamaðurinn.
ur eru hafðir um hvern mann án manngreinarálits, þegar
hann er ávarpaður í ræðu eða riti. Er þá eins og verið
sé að hlífast við að nefna nafnið tómt, og kemur þar enn
fram, að virðingarvottur þykir í því að gera sér ómak.
Svo er t. d. um orðið »herra« og önnur orð jafngild í öðr-
um málum. Nú er hver maður »herra«, en áður hæfði
sá titill guði einum og kónginum. Þá var hann réttnefni,
því hann táknaði valdið yfir mönnunum. En af þessum
hæðum hrapaði hann smámsaman lengra og lengra niður
á við, til manna með minni og minni völd, af því að alt
af verða nógir til að koma sér í mjúkinn hjá yfirboður-
um sínum með því að gefa þeim æðri titil en þeir eiga.
En þegar undirmaður hefir fengið í manna munni sama
titil og yfirmaðurinn, þá getur yfirmaðurinn ekki látið sér
þann titil nægja og tekur sér nýjan. Svona gengur koll
af kolli, unz konungsskrúðinn verður að kotungsbúningi.
Fáir munu hugsa út í það, er þeir skrifa »yðar« undir
bréf, að þetta hafi einu sinni verið ávarp þræls til herra.
En það er stytting úr lengri auðmýktarklausu, eins og höfuð-
hneigingin er leifar þess að fleygja sér fiötum til jarðar.
Annað dæmi þess hvernig slíkir titlar lækka í verði er
orðið »maddama«. »Madame« var á Frakkandi upphaf-
lega að eins mágkona konungsins sjálfs. Nú er það haft
um hverja gifta konu og jafnvel eldri konur, þó ógiftar
séu. Hér á landi voru prestskonur lengi »maddömur«, en
svo fóru hreppstjórakonur og verzlunarmannakonur að
verða »maddömur« líka, svo eg held að prestskonum þyki
nú fremur lítið til þessa titils koma og vilji heldur vera
»frúr«.
Þá kem eg að titlunum sem veittir eru af konung-
legri náð. Tilgangur þeirra er auðsær. Hann er sá, að
tilkynna almenningi hvers virði maðurinn er í konungs-
ins augum. Þegar konungur t. d. gerir einhvern mann
prófessor að nafnbót, þá er þar með auglýst að hann tel-
ur manninn jafngildan þeim er prófessorsembætti gegna,
og vili að honum veitist sama virðing og þeim. Það er
eins og að konungurinn auglýsti að þessi maður g æ t i