Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 24
216
Púkinn og fjúsamaðurinn.
lagstign fylgdu merki: krossar, stjörnur, bönd o. s. frv.
En brátt hvarf félagsbragurinn af þessum orðum, og merk-
in ein voru eftir.
Vér sjáum þá að orður og titlar eru af sama bergi
brotin. Hvorttveggja eru ytri tákn. Orðurnar tala til
augans, titlarnir til eyrans. Hvorttveggja er auglýsing
um það, hvers virði maðurinn sé, eftir verðlagsskrá æðsta
ríkisvaldsins, eða eins og eg sagði áður, konunglegur leið-
arvísir um það, hvernig vér eigum að haga oss við til-
tekna menn, því vér högum oss ósjálfrátt við aðra menn
eftir þeim mælikvarða er vér leggjum á þá. Það mætti
líka kveða svo að orði, að hver orða eða titill væri kon-
ungleg ávísun á svo eða svo mikla virðingu eigandanum'
til liauda.
Eg skal þá að endingu drepa á hið helzta, er mér
virðist mæla með og móti orðum og titlum. Gildi þeirra
verður ekki metið nema í sambandi við gildi metorða-
stigans sjálfs, því þau eru að eins tákn sérstakra trappa
í honum. Spurningin er þá, hvort það sé þjóðfélaginu
gagnlegt, [að nokkurum hluta þegnanna sé skift niður í
fiokka eftir því, hvers þeir eru metnir af hálfu ríkisvalds-
ins. Sú spurning er skyld annari, sem uppeldisfræðing-
arnir hafa löngum deilt um, sem sé, hvort hentugt sé að
gefa einkunnir í skólum og raða nemendum eftir því
hvernig þeir standa sig. Eg geri ráð fyrir, að þeir sem
eru með skólaröð og skólaeinkunnum, þeir vilji líka hafa
metorðastigann og ,orður og titla. Astæðurnar verða þá
eitthvað á þessa leið: Hvort heldur er í sérstökum skól-
um eða í hinum almenna skóla lífsins, þá er það holt, að
hver og einn fái opinberan vitnisburð um það, hvernig
hann stendur sig í samanburði við félaga sína. Það er
rétt að þess sé getið sem gert er, svo að það verði öðr-
um til hvatningar eða varnaðar. Metnaðargirndin er ein
af helztu hvötum margra manna. Hún knýr þá til að
leggja fram kraíta, er að öðrum kosti yrðu ónotaðir, og
þó sumir séu svo gerðir, að áhuginn á starflnu sé þeim
nóg hvöt og dómur samvizkunnar nóg laun, þá eru þeir