Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 77

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 77
Giordano Bruno. Giordano Bruno er fæddur í Nola á Ítalíu árið 1548. Hann var af tíginni ætt, en ekki var ættin auSug. I æsku fekk bann góða fræðslu, en að eins 15 ára gamall tók hann það ráð, að gerast munkur, og gekk í klaustur eitt í Neapel, það er fylgdi klaustur- reglum Dóminikusar, svartmunkaklaustur, og urðu af þessu óhappa- ráði miklar afleiðingar fyrir alt líf hans. Eigi vita menn, hvað valdið hafi, er hann tók þetta ráð, og er líklegt, að eigi hafi þrosk- uð umhugsun knúið hann til þess, heldur skjótræði, komið fram af örleik hugar hans og tilfinninga. En svo sagði hann sjálfur, að með þessu atviki hefði hann »hnept skakt hinum fyrsta hnappi á kyrtli sínum og úr því hefði engum hnappinum orðið hnept rétt«. En eigi fann hann í klaustrinu það, er hann leitaði, frið og hvíld sálu sinni og frelsi hugsunum sínum, enda undi hann þar illa hag sínum. Syndareðlið, er hann átti að afneita og hafna, fylgdi hon um inn í munkaklefann og lét hann engan frið hafa. Þetta kom fram á ymsan hátt. Hann fór að hugsa sjálfur um lærdóma kirkj- unnar, og efi fór að vakna í huga honum. Syndareðlið kom fram í ýmsum glettum af hans hendi og í afbrotum gegn klausturaga og klausturreglum. Orlyndi hans kom fram á nokkuð ofsafenginn hátt, og fekk því eigi dulist yfirmönnum hans, og vaknaði skjótt sá grunur, að hann mundi eigi vera alls kostar rétttrúaður. Fyrsta tilefni þess var það, að hann einhverju sinni tók á braut allar dýrlingamyndir úr klefa sínum og hafði að eins eftir róðukross einn. Síðar játaði hann sjálfur, að frá því er hann var 18 ára, hefði hann efast um þrenningarlærdóminn. Þá er hann var orðinn prest- ur, varði hann hina 'fornu Aríusar-villu, að Kristur hefði ekki verið fæddur af föðurnum, heldur hefði hann verið sköpuð vera. Þá þótti bert orðið, að hann væri trúvillingur, og var af ráðið, að kæra hann fyrir rannsókuarréttinum, en hann komst á snoðir um það, og flúði brott úr klaustrinu undir árslokin 1576. Hann hafði þá dvalið 13 ár í klaustrinu, og höfðu þau ár verið löng og leiðinleg, að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.