Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 53

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 53
Nútírna hugmyndir um barnseðlið. 245 Þessi tilraun sýnir, hve 'ónákvæmir þeir dómar geta verið, sem bygðir eru á tilfinningu. Kennarinn sem flokk- aði og gaf einkunn er þó sagður að hafa verið athugull maður, og þekti börnin af daglegri samveru. Þó setur hann í fyrsta flokk fáeina, sem hafa haldlítið minni, eink- um nr. 2, 4, 5 og 9. Sama má segja um nr. 14 og 15 í öðr- um flokki. I þriðja flokki eru aftur á móti tveir, sæmi- lega minnisgóðir, nr. 20 og 21. Mesta villan er þó að setja nr. 12 í annan flokk. Hann man 61 línu úr kvæð- inu eftir viku, en jafnaldri hans, nr. 19, man aðeins 4 línur eftir lesturinn, og enga að viku liðinni. Svo mikill er munurinn á minnisgáfu manna, að furðulegt er að í öllum löndum eru enn í hugsunarleysi settir að sama námi, þeir sem hafa minni, og þeir sem ekkert minni hafa. Gagnstætt góðu minni eru tvær tegundir minnisleysis: að gleyma algerlega og að muna rangt. Algerð gleymni kemur mest niður á manninum sjálfum, sem svo er gerð- ur, en rangminni hefir víðtækari afleiðingar. Slíkur mað- ur segir rangt frá óafvitandi, og þeir sem orð hans heyra taka oftast ósannindin fyrir sannleika. A þeim vegum verður til mestöll lygi, einkum meðal barna, flestar hvik- sögur og þvættingur, sem gengur síðar staflaust manna á milli. Um gleymnina sjálfa er fátt hægt að segja; sennilega verður hún ekki bætt svo að nokkru nemi; en það mál er þó sífelt deiluefni manna sem fást við þessi efni. Hálf- gleymnina, rangminnið má fremur bæta; það stafar af eftirtektarlevsi, af ótömdu ímyndunarafli, af innblæstri. Af því þessi ágalli er algengastur á barnsaldri er hægt að athuga áhrif hans í-frásögnum þeirra. Einn bætir við, annar breytir, því sem þeir segja frá. Auðveld tilraun til að sannfærast um þetta, er að lesa fyrir barnahóp ein- hverja sögulega frásögn og biðja þau að skrifa hana eftir minni t. d.: »1 fyrri nótt náði lögreglan manni, sem var að- brjótast inn í búð á Laugaveginum«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.