Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 20

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 20
■212 Púkinn og fjósamaðurinn. ir því komin, hverja hún velur sér fyrir forustumenn og hve vel hún hlúir að þeim. Þegar hverri morgunstjörnu er heilsað með orðunum: »Byrgið hana, hún er of björt helvítið að tarna«, þá verður brátt erfitt að rata og margur hrævareldur að leiðarljósi. Eg kem nú að efni sem í fljótu bragði kann að virð- ast all-fjarskylt því sem á undan er gengið. Eg ætla að minnast á orður og titla, og eg skal reyna að sýna, að hvorttveggja skilst ekki til fulls nema í Ijósi af því sem eg hefi sagt. Eg hefi verið að skýra það með dæmum, hvernig álit vort á hlutunum breytist eftir því hvernig vér högum oss gagnvart þeim, og sérstaklega hvernig það breytist eftir því sem vér tölum um þá. En orður og titl- ar eru einskonar konunglegur leiðarvísir um það hvernig vér eigum að haga oss við tiltekna menn. Eg skal fyrst minnast á titlana. Eins og allir vita eru til fleiri titlar en þeir sem eru frá kónginum. í víðustu merkingu er orðið titill haft um embættis- eða stéttarnöfn. Ráðherra, biskup, bankastjóri, bókavörður, verzlunarstjóri, greifi, bóndi, snikkari o. s. frv. táknar hvert sitt embættið eða sína stöðuna. I hvert sinn sem eitthvert slíkt nafn er nefut, vekur það hugmyndina um embættið eða stöðuna sem það táknar og þar með sér- stakt viðhorf af hálfu áheyrandans. Hverri stétt og stöðu fylgir sérstök virðing eða óvirðing í almenningsálitinu, og sú virðing sem henni fylgir fellur ósjálfrátt á þann sem til hennar er talinn — að minsta kosti meðan ekki er annað um hann kunnugt en það hverrar stéttar hann er. Titillinn er því eins konar ávísun á þá virðingu sem staða mannsins nýtur í mannfélaginu. Og það er enginn efi á því að sú virðing verður skilvíslegar goldin þar sem titl- unum er haldið á loft í viðræðum manna, heldur en þeg- ar eiginnöfnin tóm eru notuð, alveg eins og víxlar greið- ast betur ef samþykkjendur eru mintir á gjalddagann, en þegar átt er undir minni sjálfra þeirra. Flestir munu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.