Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 20

Skírnir - 01.08.1913, Page 20
■212 Púkinn og fjósamaðurinn. ir því komin, hverja hún velur sér fyrir forustumenn og hve vel hún hlúir að þeim. Þegar hverri morgunstjörnu er heilsað með orðunum: »Byrgið hana, hún er of björt helvítið að tarna«, þá verður brátt erfitt að rata og margur hrævareldur að leiðarljósi. Eg kem nú að efni sem í fljótu bragði kann að virð- ast all-fjarskylt því sem á undan er gengið. Eg ætla að minnast á orður og titla, og eg skal reyna að sýna, að hvorttveggja skilst ekki til fulls nema í Ijósi af því sem eg hefi sagt. Eg hefi verið að skýra það með dæmum, hvernig álit vort á hlutunum breytist eftir því hvernig vér högum oss gagnvart þeim, og sérstaklega hvernig það breytist eftir því sem vér tölum um þá. En orður og titl- ar eru einskonar konunglegur leiðarvísir um það hvernig vér eigum að haga oss við tiltekna menn. Eg skal fyrst minnast á titlana. Eins og allir vita eru til fleiri titlar en þeir sem eru frá kónginum. í víðustu merkingu er orðið titill haft um embættis- eða stéttarnöfn. Ráðherra, biskup, bankastjóri, bókavörður, verzlunarstjóri, greifi, bóndi, snikkari o. s. frv. táknar hvert sitt embættið eða sína stöðuna. I hvert sinn sem eitthvert slíkt nafn er nefut, vekur það hugmyndina um embættið eða stöðuna sem það táknar og þar með sér- stakt viðhorf af hálfu áheyrandans. Hverri stétt og stöðu fylgir sérstök virðing eða óvirðing í almenningsálitinu, og sú virðing sem henni fylgir fellur ósjálfrátt á þann sem til hennar er talinn — að minsta kosti meðan ekki er annað um hann kunnugt en það hverrar stéttar hann er. Titillinn er því eins konar ávísun á þá virðingu sem staða mannsins nýtur í mannfélaginu. Og það er enginn efi á því að sú virðing verður skilvíslegar goldin þar sem titl- unum er haldið á loft í viðræðum manna, heldur en þeg- ar eiginnöfnin tóm eru notuð, alveg eins og víxlar greið- ast betur ef samþykkjendur eru mintir á gjalddagann, en þegar átt er undir minni sjálfra þeirra. Flestir munu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.