Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 6
198
Gruðrún Ósvífursdóttir og W. Morris.
Hallbjörn slíkisteinsauga og Stígandi eru skemtileg og fjöl-
kunnug illmenni, sem valda druknun Þórðar; þau voru
öll drepin, og ekki er sá kafli stuttur né óauðugur að
smáatvikum sem segir frá sökum þeirra við aðra héraðs-
menn, dauða þeirra fjögra, og loksins afturgöngum Hall-
bjarnar. Kvæði Morrisar tímir ekki að fara út í slíkt.
Mörg eru svipuð dæmi. Og nú sjáum við greinilega í
hverju getur falist innri munurinn á báðum frásögnunum.
Laxdæla er viðburðasaga, sem vill helzt fylgja hverjum
manni og hverri atvika-keðju úr sögunni, innan sæmilegra
takmarka. Hennar umgerð er eins víð og hverdagslífið.
»Elskhugar Guðrúnar« er hugsana- og tilfinningasaga sem
kann alls ekki við sig fyrir utan það svæði, þar sem aðal-
persónurnar, vilji þeirra og eðlishvatir, verka hvað á annað.
Og þetta svæði er riki heimspekilegra og sálfræðilegra hug-
leiðinga: margar aðrar sögur eiga þar heima, og búa í
allsnægtum; en þar er Laxdæla eins og fiskur á þurru
landi. Morris hefir flutt hana þangað og haldið henni
lifandi af mikilli list, ekki henni allri þó: margt af því
líkamlega hefir dáið burt um leið, og mér liggur við að
segja að hún sé þar orðin að holdlausum anda.
Enn meiri eru breytingarnar stundum. I slíkri sögu
sem »Elskhugar Ouðrúnar« er, verður ástiu aðalaflið og
óháður drottinn. Það er hún ekki í Laxdælu. I sál
Kjartans til að mynda, eru framkvæmdarsemi og ef til
vill eintóm lífsgleði fult eins ríkar. Sé ástin nú sett í há-
sæti, þá verður margt í sögunni að þoka fyrir henni. I
frumsögunni t. d., nefnir Kjartan 'alls ekki Ouðrúnu að
skilnaði við Bolla í Noregi: »Bera skaltu frændum várum
kveðju mína, ok svá vinum*. I kvæði Morrisar hlýtur
hann að vera berorðari: »Segðu Guðrúnu frá sóma mínum
og velgengni, segðu við sjáumst aftur!« Bolli
heyrir það, fer til Islands, og fær Guðrúnar handa sjálfum
sér. Heldur verða þá svikin ljótari og Bolli verri maður.
Guðrún heyrir lika þessi orð af vörum Bolla og setur
þvert nei fyrir, eins og við var að búast, þegar Bolli
biður hennar. Þá fer hann að hafa vífilengjur við hana: