Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 83
Griordano Bruno.
275’
og án blóSsúthellingar. En þetta var venjulegur formáli, er mönn-
um var ætlað að verða brendir á báli. Þá er Giordano Bruno' var
birtur dómurinn, mælti hann þessum orðum: »Það ætla eg, að
eigi munuð þór skjálfa minuur en eg, er þór birtið mór dóm
þennan, en eg verð að hlýða«. 17. dag í febrúarmánuði árið 1600
var hann leiddur á bál og brendur á torgi því í Rómaborg, er
Campo di fiore heitir. Með mestu hugarrósemi og frábærum hugar-
styrk steig haiin á bálið. Eigi heyrðist kvein né kvörtun af munni
honum. Hann, sem talinn var guðníðingur, trúvillingur, og fyrir
þá sök brendur á báli, dó hugrakkur í trúnni á guð sinn.
Slík var æfi þessa manns og svo lót hann líf sitt. Hver var
þá kenning hans, er hann varð fyrir að láta líf sitt? Hór verða
að eins greind nokkur atriði. Hann kendi, eins og Kopernikus, að
jörðin, er vér byggjum, stæði eigi kyr í miðju alheimsins, heldur
snerist um sjálfa sig og gengi í kring um sólina, svo sem hinar
reikistjörnurnar. Hann keudi enn fremur, að fastastjörnurnar væru
sólir og kring um þær gengju reikistjörnur. Það hafði Kopernikus
ekki kent. Þessar kenuingar þóttu á þeim dögum endileysa ein
og ganga guðlasti næst; nú veit hvert barnið, að þetta eitt er rótt.
Hann kendi og, að heimurinn væri takmarkalaus. Röksemdir hans
voru á þessa leið: »Þetta geturðu ályktað út frá þér sjálfum.
Hvert sem þú fer, þótt þú farir í norðurátt, svo langt sem verða
má, eða í suðurátt, eða hvert sem vera skal, þá flyzt sjóndeildar-
hringurinn með þér, en þú verður sjálfur hvarvetna miðdepillinn.
Þú getur eigi nefnt neinn stað svo fjarri, að eigi getir þú hugsað
þór stað fyrir utan þann stað. Þú getur eigi nefnt neina tölu svo
háa, að eigi getir þú hugsað þór aðra tölu hærri. En getir þú
ekki fundið, sett nó hugsað heiminum takmörk, þá hlýtur hann að
vera takmarkalaus. Þetta geturðu ályktað út frá guði. Hann er
óendanlegur. Af óendanlegri orsök verður að stafa óendanleg af-
leiðing. Og frá hugmynd vorri um óendanlegan guð, höfund alls,
verðum vér 'að leiða það, að til sé óendanlegur fjöldi af heimum
og verum.
Hvað er guð? Guð er eitt og alt. Hann er frumorsök alls.
Hann er síverandín í allri breytingu. Hann er sál sálnanna og
eðli allra hluta. Því er það hvorttveggja, að guð er hægt að skyuja
og eigi auðið að skilja. En því er hægt að skynja guð, að hann
er að öllu leyti alstaðar, í náttúrunni og í sjálfum þór. Náttúran
er auglýsing guðs. Þekking á náttúrunni er þekking á guði. Líf
náttúrunnar er hreyfing, sífeld breyting úr einni mynd í aðra, sí-
18*