Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 50
242
Nútíma hugmyndir um barnseðliö.
milli minnis og skilnings, svo að menn geta hlaðið minni
sitt nokkuð í hlutfalli við framkvæmdarmáttinn. Þess
vegna skiftir miklu í uppeldismálum að vita glögglega
skyn á minnishæfileikum manna, hvenær minnið er næm-
ast, hvenær léttast er að læra, hvort bæta má minnið o.
s. frv. Flestum eldri mönnum finst þeir hafa lært léttast
og bezt í æsku, en tilraunir síðari ára staðfesta ekki þá
skoðun nema að nokkru leyti. Unglingar virðast muna
betur en börn og fullorðnir betur en unglingar. Eftirfar-
andi dæmi sýnir þessa framför, hversu minnisvillum
fækkar með aldri.
Börn 6— 9 ára 73% villur.
— 10—11 — 69% —
— 12-14 — 50% —
Þetta sýnir framþróun minnisgáfunnar, þar sem gætir að
nokkru annara sálarlegra eiginleika: skilnings, eftirtektar
og viljafestu. Þeir eiginleikar allir fara venjulega vax-
andi með árum. Þroskaðir unglingar og fullorðnir menn
geta unnið og numið af þvi þeir vilja það. Þeir hafa
fengið meiri og víðtækari þekking en börn; nýjar hug-
myndir hitta fyrir í eldri þekking margskonar sambönd
sem greypa þær fastar. Og séu líkingasambönd langsótt,
myndast þau við umhugsun skilningsgóðra manna. Alt
þetta veldur því að tilraunir sem reyna á minnið yfirleitt,
minni eins og það kerriur fyrir í daglegu lífi, benda á fram-
för með aldri. En ef reyna skal á minnishæfileikann ein-
an verður að haga tilraununum svo, að skilningur og eftir-
tekt komist ekki að. Af því tægi er sú tilraun að lesa
upp 100 sundurlaus orð fyrir þeim sem reyna skal. Þegar
lestrinum er lokið, reynir hann að skrifa orðin eftir minni;
en meiri hlutinn er gleymdur í bráðina; meðalmenn muna
ekki einusinni fimta hlut. Þá er reynt að láta manninn
endurþekkja orðin í venjulegu, mæltu máli, þar sem þau
koma fyrir öll í stuttri grein. Þessa tilraun er létt að
gera við heila bekki í skólum. Ein slík meðal-úrslit voru,
sem hér segir: