Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 43
Josef Calasanz Poestion.
235
Poestion er afkastamikill rithöfundur. Fyrstu rit hans
voru einkum um forn-suðræn efni: Griechische Dichterinnen
(Grrískar skáldkonur) 1876, Griechische Philosophinnen
(Griskir kvennspekingar) 1887, Aus Hellas, Rom und Thule
(Frá Grikklandi, Róm og íslandi) 1887. öll þessi rit hafa
komið út í tveim útgáfum. í síðastnefndu riti sínu leiðir
Poestion fram á sjónarsviðið forníslenzkt skáld (Gunnlaug
ormstungu), berserkina norrænu og gátur Gestumblinda,
og er meðferð hans undir eins örugg og viðfeldin. Hann
lætur sögurnar sjálfar segja frá í góðri þýðingu og setur
þær í umgjörð sem skýrir þær.
Síðan hefir Poestion verið ötull brautryðjandi fyrir
bókmentir Norðurlanda meðal þýzkumælandi þjóða. Á
tvennan hátt: Hann hefir búið í hendur þeim sem læra
vilja Norðurlandamálin — ritað kenslubækur í þeim öll-
um, fyrst Einleitung in das Studium des Altnordischen
(Leiðarvísir til að læra norrænu, 2 bindi, málfræði og
lesbók), þá danska, norska og sænska mállýsing, er hver
hefir komið út í þrem útgáfum, og norska lesbók. Þessar
kenslubækur hafa áunnið honum mikið lof vísindamanna
og kennara fyrir lærdóm, samvizkusemi og hagsýni, og
eru þær taldar einhverjar hinar beztu hver í sinni grein.
Á hinn bóginn hefir hann þýtt skáldrit eftir ýmsa Norður-
landahöfunda: H. C. Andersen, Drachmann, Bauditz,
Rudolf Schmidt, Kielland, Elster, Ibsen, og að auki ýms
kvæði, lappneskar þjóðsögur og æfintýri, og vísindalegar
ritgerðir.
En mest hefir Poestion þó unnið fyrir oss Islendinga
með ritum sínum um land vort, þjóð og bókmentir, og
þýðingum á íslenzkum bókum og ljóðum. Hann þýddi
»Friðþjófssögu« 1879, »Pilt og stúlku« 1883, — af henni
eru komnar út 4 útg. — »íslenzk æfintýri* 1884. Árið
1885 kom út hið merka rit hans: Island. Das Land und
seine Bewohner. (Island. Landið og þjóðin), Isfimdische
Dichter der Neuzeit (íslenzk nútíðarskáld. Lýsingar af
þeim og úrval af kvæðum þeirra í þýðingum, með yfir-
liti yfir andlega lífið á íslandi síðan um siðaskiftin) 1897,
Zur Geschichte des isl&ndischen Dramas und Theaterwesens