Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 27

Skírnir - 01.08.1913, Side 27
Púkinn og íjósamaðurinn. 219 kóngsins náð hefði sett hann í. Á þann hátt slægi tign- inni inn, alla leið inn í sálina. En eg býst ekki við að þessir tveir flokkar verði nokkurn tíma sáttir, eða séu komnir í heiminn til að láta sannfærast. Mennirnir eru svo misjafnir, þess vegna geta ekki allir verið í sama skoðanaflokki, og ef til vill er það bending um það, að forsjónin hafi ætlast til að mennirnir skiftust í ýmsa flokka, og þvi þá ekki líka í metorðaflokka. Eg fyrir mitt leyti tel mig ekki bæran að dæma um það, hvort mannkynið græðir eða tapar á orðum og titlum. En meðan slíkt er til, býst eg við að alt af verði nógir til að taka sinn kross og bera hann möglunarlaust, hvenær sem kóngurinn fer þess á leit, og eg get ekki endað þessi orð betur en með þeirri ósk, að sem flestir mættu reynast v e r ð i r sem hæstrar orðu eða titils; og fái einhver slíkt dverðugur, þá óska eg að tigninni slái inn. Guðm. Finnbogason.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.