Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 79
Griordano Brnno.
271
hann því eigi afturkvæmt í skaut kirkjunuar nó til heimilis síns-
og ættjarðar sinnar. Alt sat við sama. Hann var landflótta mað-
ur, strokumunkur.
Sökum óeirða í Toulouse, er stöfuðu af ofsóknum þeim, er
Hugenottar urðu að sæta, varð vera hans þar ekki langvinn. Þá
fór haun til Parísar. Háskólinn þar var fyrrum hinn ágætasti há-
skóli í Norðurálfu, en nú var svo komið, að háskólinn í Padua á
Ítalíu þótti öllu fremri. Giordano Bruno gerðist nú kennari við
Parísarháskóla, en horfurnar voru alls eigi glæsilegar fyrir hann þar
við háskólann, þar sem hann hélt fram öðrum skoðunum en Aristo-
teles, binn frægi spekingur með Forngrikkjum, og var Aristoteles
átrúnaðargoð skólaspekinganna, er svo voru nefndir, og skólaspekin
sat í öndvegi við Parísarháskóla á þeim tíma. Maður er nefndur
Petrus Ramus (Pierre de la Ramée). Hann reyndi í Parísarborg
að hrekia skoðanir Aristotelesar. Því var svo tekið, að konungur
setti nefnd í málið, og var það atkvæði nefndarinnar, að Petrus
skyldi missa allan rótt til að kenna, og varð hann að fara útlægur,
og var að síðustu drepinn í Parísarborg Bartolomæus nóttina alkunnu
(24. ág. 1572). Síðan hafði enginn orðið til þess, að reyna að
hrekja skoðanir Aristotelesar. Ef nú svo fór fyrir hinu græna tró,
frakkneskum manni og frægum, hversu mundi þá fara fyrir hinu
visna tró, landflótta útlendingi, er bæði hafði blett og hrukku, þar
sem það var hvorttveggja, að hann vildi hrekja skoðanir Aristotel-
esar og flutti kenningu Kopernikusar. Þetta sá Giordano Bruno
vel, og því duldist hann, svo sem verða mátti, og kom frana sem
kennari í minnisíþrótt eða minnisfræði (mnemonik) eftir aðferð
þeirri, er fundið hafði maður sá, er Raimundus Lullus hót, og var
sú fræði kend við hann. Fræði þessi átti bæði að skerpa minnis
gáfuua og kenna mönnum að rekja hið rétta samband hugmynd-
anna. Fræðigrein þessi eða íþrótt var æði þurr og þung, en Giord-
ano Bruno tókst að setja í hana li'f og anda. Skoðunum sín sjálfs
laumaði hann iiin í dæmum þeim, er hann setti fram um hug-
myndasambönd, og kom þannig með lagi og án þess að eftir þvf
væri tekið, skoðunum sínum inn í huga áheyrenda sinna, og vakti
því engan grun um rangar kenningar. Hann komst þá í kynni
við ýmsa menn, er mikið áttu undir sér, og náði enda hylli kon-
ungs, Hinriks III. Frá Parísarborg fór Giordano Bruno árið 1583,
og hafði þá í höndum meðmælingarbróf konungs. Þá fór hann til
Lundúnaborgar. Sendiherra Frakka tók honum með mikilli gest
risni og bauð honum að vera með sér, og þá hann boðið fegins