Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 93

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 93
Útlendar fréttir. 285 Þegar lokiS var viðureigninni við Montenegrómenn út af Skút- arí, var stefnt til friðarfundar í Liindúnum. Komu þar fulltrúar frá Tyrkjum og sambandsþjóðutium, en sendiherrar stórveldanna áttu að miðla málum. Annar fulltrúafundur kom um sama leyti saman í París, og var verkefni hans að útkljá allar fjármálaþrætur, sem leiddu af stríðinu. Sambandsþjóðirnar höfðu gert þær krófur til Tyrkja, að auk þeirra landa, sem þeir létu af hendi við þau, skyldu þeir einnig greiða þeim herkostnað, er fyrir yrði komið á þann hátt, að lönd þau, sem Tyrkir létu af hendi, yrðu undan- þegin að mestu eða öllu leyti byrðum af ríkisskuldum þeim, sem hvíldu á Tyrklandi. Þessu höfðu Tyrkir þverneitað, og aðrir töldu það einnig ósanngjarna kröfu. Urn þetta mál, og fleiri fjármál og skuldaskifti, átti Parísarfundurinn að fjalla. En á Lundúnafundin- um gengu friðarsamningarnir í mesta þófi og þvælu, ekki vegna Tyrkja nú, því þeir voru þegar fúsir á að aðhyllast þá friðarskil- mála, sem stungið var upp á af stórveldunum, heldur var nú að eins til fyrirstöðu það ósamkomulag, sem orðið var milli sigurveg- aranna innbyrðis, og vildu Grikkir og Serbar fá því skipað um leið og friöurinn væri gerður við Tyrki. Meðan svo væri ekki gert, vildu þeir ógjarnan semja frið. Búlgarar voru hinsvegar fúsir á að aðhyllast uppástuugur stórveldanna, eins og Tyrkir, og kom jafnvel til orða, er hinir skoruöust undan að taka þeim uppástungum, sem fyrir lágu, að Búlgarar semdu frið við Tyrki einir sér. Svo langt var komið ófriðarhorfunum milli sambandsþjóöanna, að Búlgarar gerðu ráð fyrir að Serbar mundu senda her inn í Búlgaríu, og þóttust þeir illa við því búnir að taka móti, með því að aðalher þeirra væri bundinn við tyrknesku vígstöðvarnar, þangað til friður væri saminn við Tyrki. Utanríkisráðherra Breta, Edw. Grey, var forseti friöarfundarins, og tók hann þar loks af skarið og sagði fulltrúunum, að öllum málamiðlunum milli þeirra væri nú lokið og vera þeirra í Lundúnum yrði til einskis framar, ef þeir gætu ekki komið sér saman og skrifað undir friðargerð. 30. maí voru svo friðarsamningar milli Tyrkja og sambandsþjóðanna undirskrifaðir í Lundúnum, og urðu Jpeir hinir sömu, sem upp á hafði verið stung- ið í byrjun fundarins: Tyrkir láta af hendi við sambandsþjóðirnar alt land sitt á meginlandi Norðurálfunnar vestan við línu, sem dregin sé frá Enos við Grikklandshaf til Medía við Svartahaf, og svo Krítey. — Stór- veldin skulu ákveða, hvað verða skuli um eyjarnar í Grikklandshafi aðrar en Krítey. — Um fjármálaþrætuna milli málsaðila skal út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.