Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 34

Skírnir - 01.08.1913, Page 34
226 Fjallið. fátæki sagði leiksystkinum sínum frá ýmsu því, er hann hafði séð uppi í fjallinu, og nú fór hann að tala um þyt- inn í skóginum og undarlegu hljóðin, sem hann hafði heyrt. I fyrstu urðu þau hrædd; en smámsaman varð forvitnin yfirsterkari, og þau spurðu og spurðu og fengu aldrei nóg að heyra. En þegar höfðinginn komst að þessu, harðbannaði hann börnunum að eiga nokkur mök við fá- tæka strákinn, og þau urðu hrædd og beygðu sig undir föðurviljann, þó þeim félli það þungt. En svo lærðist þeim að finna drenginn í laumi, þegar dimma fór á kvöld- in. Allan daginn biðu þau kvöldsins með óþreyju og eftir- væntingu, og þau urðu mögur og guggin, því móðir þeirra fekk þau ekki tii að borða nema lítið eitt. Og í rökkur- faðmi kvöldsins sagði drengurinn þeim frá ferðum sínum, og hugur þeirra og ímyndunarafl komst í uppnám og sveif um ýmsa óþekta heima, og augun urðu stór og glamp- andi og full af þrá. — Einusinni rak svo langt, að börn- in stálust til að fara með drengnum áleiðis upp í fjallið. En þau vóru ekki komin nema upp á klettana rétt fyrir ofan neðstu skriðurnar, þegar ráðsmaður höfðingjans náði þeim og rak þau með harðri hendi öll saman niður á ströndina. Svo vóru þau leidd fyrir höfðingjann; hann sat í hásæti, þungur á svip, með stóran vönd í hendi, og tók nú að refsa sökudólgunum. Refsingin var þögul og hátíðleg, eins og vera bar; ekkert heyrðist nema þyturinn af vendinum og kveinstafir barnanna, nema hvað höfð- inginn sagði að loknu verki við fátæka drenginn, að ef hann hætti ekki að hnýsast í leyndardóma fjallsins og leiða með því hættu yfir ströndina, þá skyldi hann verða lokaður inni í Steinkirkju; en það var gamall, kaldur og koldimmur klefi, er notaður hafði verið sem dýflissa, þá sjaldan er það bar við, að einhver ófriður lét á sér bæra þarna á ströndinni. Með það slapp drengurinn heim og bar harm sinn í hljóði. En ekki hætti hann að hugsa um fjallið, og töfraþytur skógarins í fjarska dró hann nú til sin með tvöföldu afli. Móður hans hnykti við að sjá drenginn sinn illa út-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.