Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 62

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 62
254 Heimur versnandi fer. Eitt af síðustu ritum dr. Kelloggs heitir: Tendencies toward race degeneracy og ræðir um hnignun hvíta kyn- flokksins. Hefir það þótt svo mikilsvert að efni, að stjórn Bandaríkjanna hefir látið gefa það út á sinn kostnað til útbýtingar víðsvegar. Dr. Kellogg heldur því fram, eins og margir aðrir, að hvítu þjóðunum sé alstaðar að hnigna, og telur hann hnign- unina vera að kenna óhollum lifnaðarháttum, sem menn- ingin hefir í för með sér. í því sem hér fer á eftir ætla eg nú að setja fram helztu atriðin úr áðurnefndu riti Kolloggs og bæta þar við ýmsu, sem eg hefi rekist á í tímaritun- um »Tilskueren« og »Samtiden« og Dansk Sundhedstid- ende, eftir höfundana Grivskov, Chr. Collin og Dr. Lorenzen. Ef það er satt að hvíta flokknum sé stöðugt að hnigna, þá má óttast að hann fyr eða síðar detti úr sögunni. Við þekkjum það, að dýraflokkar deyja út. Okkur finst það leiðinlegt, t. d. um móafuglinn, sækýrnar og á siðustu timum um hvalina. En stórtíðindi finst okkur að hvíti flokkurinn sé að deyja út, þar sem við erum hvítir sjálfir. Maðurinn heyrir undir þann flokk dýranna, sem reynsl- an hefir sýnt að hafi verið hætt við úrkynjun og út- dauða öðrum dýrafiokkum fremur. Þetta sýnir jarðfræðin. Náttúrufræðingum kemur saman um að þvi margbreyttari og fíngjörvari, sem þroskun einhvers dýrs er, því hættara sé því við úrkynjun, vegna þess að það getur ekki lagað sig eftir umhverfinu og breytt um lífsskilyrði. Þau dýrin sem lengst hafa haldist óbreytt á aldanna rás, og eru með- al hinna elztu í skipunarröðinni, eru yfirleitt fábreyttust að byggingu — eins og t. d. ostrurnar og aðrir skelfiskar. Að öllu athuguðu er bygging mannsins fjölbreyttari og fíngerðari en hjá nokkru öðru dýri, og maðurinn þess- vegna að líkindum viðkvæmari fyrir breytingum og meiri hætta búin fyrir úrkynjun og eyðileggingu en öðrum. Fyrir nokkrum árum skipaði brezka stjórnin nefnd til að rannsaka úrkynjun ensku þjóðarinnar (The interdepart- mental committee on physical deterioration in Great Britain).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.