Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 68

Skírnir - 01.08.1913, Page 68
260 Heimur versnandi fer. Áður fyr var heimtað af öllum til herþjónustu, að þeir gætu séð gleraugnalaust. Á seinni árum hefir orðið að kippa þessu ákvæði burtu til þess að hægt væri að fá nægilega marga hermenn. (Og nú skjóta þeir Tyrkjann með gleraugum á Balkanskaganum). Langvinnir sjúkdómar aukast stöðugt, eins og t. d. lifrarsjúkdómar, nýrnasjúkdómar, æðasigg og meltingar- sjúkdómar. Æðasigg drepur nú þrem sinnum fleira fólk í Bandaríkjunum en fyrir tíu árum síðan. Sykurveiki og hjartveiki þriðjungi fleira, en langvinn nýrnaveiki helm- ingi meira. Satt er það að meðalæfin hefir lengst í menn- ingarlöndunum um 15 ár eða svo á síðasta aldarhelming. Þessi líflenging er að þakka framförum í læknavísindum og einkum því, að ungbarnadauðinn er fyrir þær orðinn mikið minni, og svo því, að sóttvarnir eru orðnar miklu betri, svo að færri deyja úr næmum landfarsóttum. En samhliða þessum miklu framförum hefir hinsvegar mann- dauði af langvinnum sjúkdómum vaxið mjög mikið, og af því heflr leitt, að manndauði milli 40 og 50 ára aldurs hefir aukist um 34% — 50 — 60 — - 22% — 60 — 70 — - 25% á síðari árum. Dr. Kellogg segir: Árlega deyja í Bandaríkjunum um 750000 manns. Helmingurinn af þessum mönnum hefði ekki dáið, ef heilbrigðisástandið hefði verið eins gott og fyrir 30 árum siðan, að því er snertir langvinna sjúk- dóma. — Það er feikna munur á hinum lifskæðu næmu sjúkdómum og langvinnu (krónisku) sjúkdómunum. Menn- irnir eiga sjálflr mestan þátt í að viðhalda og rnagna út- breiðslu beggja, en munurinn erþessi: Vér sækjum næmu sjúkdómana til nágranna vorra, en langvinnu sjúkdómana sköpum vér sjálfir með skaðlegum venjum, einkanlega með því að venja oss á margs konar eiturefni, sem smátt og smátt skaða líkamann og eyðileggja heilsuna. Glœpafjölgun. Siðferðinu fer síhnignandi með úrkynj- un sálar og líkama. Morð eru tvöfalt tíðari meðal Banda-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.