Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 72
264
Heimur versnandi fer.
Erum vér Islendingar lika á hnignunarstigi? Þegar
svo mikið hefir verið talað um framfarir Islendinga, eins
og vert er, á siðustu hálfri öld, þá kynokar maður sér
við að halda að vér séum, þrátt fyrir alt, á sama hnign-
unarskeiði og hinar hvítu þjóðirnar. Þó verðum við að
viðurkenna, að svipuð hnignunareinkenni má finna hjá
okkur eins og þeim, og að einmitt hefir mest farið að
bera á þessum einkennum á síðustu hálfri öld — eða
sjálfu framfara-tímabilinu.
Hvort íslendingar séu að ganga saman að vexti, eins
og sagt er um Englendinga hér að framan, það skal látið
ósagt, því um það vantar okkur skýrslur, en margir eldri
menn vilja reyndar halda því fram, að sterkari og þol-
betri hafi t. d. vinnumenn verið í ungdæmi sínu, en ná
gjörist.
Hvað snertir tannveiki, þá erum vér sömu syndinni
seldir og útlendingar. Tannveiki hefir farið vaxandi svo
hröðum fetum á síðasta mannsaldri, að það má telja und-
antekningu að finna heiltenta menn. Mest sýnist tann-
veikin vera í kaupstöðunum, en hún er líka óðum að
breiðast út í sveitunum. Atvinna tannlækna vex með ári
hverju, og ef svona gengur, líður ekki á löngu þangað til
allir fullorðnir þurfa að fá sér tanngerfi, ef þeir vilja
eigi japla matinn með gómunum berum.
Þá verðum vér ennfremur með sorg að viðurkenna,
að fæðingum fækkar árlega hjá oss, eins og í útlöndum.
Síðan um 1850 hefir fæðingum fækkað úr 34,9 á hvert 1000'
íbúa, niður í 27,2 1909. (Árið 1891 var fæðingartaian
31°/oo)- Eftir skýrslum að dæma, virðist hlutfallstala
fæddra vera svipuð hér og á Engiandi, þar sem 26 fæð-
ast á hvert 1000; en frjósemi Englendinga er talin minni
en í öllum löndum Evrópu, að undanteknu Frakklandi.
Og ekki mjólka íslenzkar mæður betur en útlendar,
ef trúa má því sem konurnar segja sjálfar, og yfirsetu-
konurnar fræða okkur læknana á. En það skal láta
ósagt, hvort konum hafi farið mjög aftur í því á síðasta
aldarhelming.