Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 31
Fjallið.
Æ f i n t ý r i
eftir
Björn austrœna.
Afarhátt fjall gnæfði upp og mændi þunglyndislega
út á hafið. Frá fjallsrótunum var að eins örskamt til
sjávar, en strandræman mjóa var grasi vaxin og gróin
bezta kjarna. Þess vegna bjuggu fáeinar manneskjur á
þessari einmanalegu strönd, yrktu jörðina og ólu skepnur
sér til matar og klæða. Þessir menn lögðu aldrei stund
á neitt annað, og líf þeirra var friðsamt og áhyggjulítið.
En aldrei fóru þeir neitt annað en um ströndina sína,
aldrei fóru þeir upp á fjallið, og altaf var sjóndeildar-
hringurinn sá sami. »Fjallið er svo bratt«, sögðu þeir,
»að enginn fer það nema fuglinn tijúgandi«. Og svo kvað
vera alt fult af kynjaverum uppi undir Svörtuloftum, sem
flestir vildu vera lausir við að eiga nokkuð saman við að
sælda. En Svörtuloft vóru efsta hamrabeltið í fjallinu,
kolsvört, há og hrikaleg björg, sem slúttu fram og föðm-
uðu skuggann sinn. Inni í hellunum bjuggu hamrabúar,
og það var almannamál þarna á ströndinni, að væri ró
þeirra raskað, mundu þeir hefna sín grimmilega. Fyrir
mörg hundruð árum hefði einhver angurgapi klifið upp
fjallið og farið að hnýsast í fylgsni bergbúanna. Þá höfðu
þeir velt ofan fjallið feiknastóru bjargi, sem reif og tætti
alt sem fyrir varð, jörðin skalf og nötraði, og einn bær-
inn sópaðist alveg burtu — einmitt bærinn þar sem of-
látungurinn átti heima, sá er fjallið kleif. Þetta sögðu
munnmælin. Og svona gekk um langan aldur, að enginn