Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 36

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 36
■228 Fjallið. falli. En hann brauzt áfram lengra, lengra, heillaður af töframáli skógarins. Og nú urðu raddirnar skýrari og sveinninn fór við og við að heyra orðaskil. Og niður úr laufhvolfi trjánna héngu ilmsætir ávextir með óteljandi litum, og greinarnar bærðust í blænum með þá og hneigðu sig alveg niður að höfði drengsins. »Náðu uiér, taktu mig«! heyrðist honum gulleplin segja, »þá verður þú altaf ungur og kennir þér einskis meins«. Og hann rétti út hönd sína og ætlaði að handsama eplið, en þá heyrði hann alvarlega, angurblíða rödd, er sagði: «Gættu þín, ungi maður — ekki þetta epli; það er eitur í kjarnanum*. Og sveinninn kipti að sér hendinni og hætti við að taka epl- ið, þó hungrið syrfi að honum og kverkarnar skrælnuðu af þorsta. »Skógurinn hlýtur að geta gefið mér brauð og vatn«, hugsaði drengurinn með sér og hélt áfram. »Já, skógurinn gefur þér brauð og blessað vatn«, heyrðist drengnum sama angurblíða röddin segja, »komdu og fylgdu mér«! »Nei, fylgdu mér, fylgdu mér — nei, mér — mér«! kváðu ótal raddir í ýmsum áttum, ljúfar og lokkandi raddir með söngþýðum undirómi fjölda samstiltra strengja, og eplin á trjánum þrútnuðu og titruðu í blænum, og ljúfur hrollur fór um skóginn eins og knúinn fram af heitum, sláandi hjörtum. Sveinninn nam staðar og var á báðum áttum, og raddirnar létu æ hærra og færðust stöðugt nær. En þá kvað við ennþá angurblíða alvöruröddin, og hon- um fanst hann mjúklega snortinn ósýnilegri hendi, sem leiddi hann hiklaust gegnum myrkviðinn langa, langa stund. Og raddirnar héldu áfram og kváðu lokkandi un- aðsóð, en drengurinn hélt öruggur áfram, leiddur af rödd þess og hendi, sem hann sá þó ekki, hvernig sem hann reyndi að horfa. Og hann heyrði til dýranna í fylgsnum skógarins og fuglanna í greinum trjánna, en augu hans vóru svo haldin, að hann sá þau ekki. Loksins eftir langa og erfiða göngu kom hann að lind með tæru svalandi vatni. Og hann lagðist niður að lindinni og drakk og hann fann svalan straum leggja um sig allan, og straumurinn varð skjótvirkur aflvaki, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.