Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 70

Skírnir - 01.08.1913, Page 70
262 Heimur versnandi fer. Urkynjun líffœra mannlegs líkama. Próf. Wiedersheim, sem hefir skrifað mjög fræga bók um byggingu mannlegs líkama, nefnir 150 sérstök líffæri, sem séu á hnignunar- leið, og sum alveg horfin úr sögunni hjá flestum. Fáein dæmi nægja: Brjóstvidd mentaðra manna er stöðugt að minka. Bringubeinið og efstu rifin eru að eyðast, þrett- ánda rifið, sem maðurinn hafði upprunalega eins og ap- arnir, sést nú að eins á einstaka manni, en ellefta og tólfta rifið eru á leiðinni að hverfa. Wildersheim heldur að þessi rýrnun brjóstholsins valdi vanþroska lungnanna, sem valdi tæringu. Fótunum fer stöðugt aftur. Vöðvinn, sem á að hreyfa stóru tána eins og þumalfingur, sést nú að eins hjá fóstrinu, en ekki fullorðnum mönnum. Lið- irnir í litlu tánni, sem upprunalega voru þrír, eru nú vanalega að eins tveir. Það eru að eins Japanar, sem nú hafa vel þroskaðan fót, þeir geta notað stóru tána eins og þumalfingur. Japanskar stúlkur geta haldið iéreftinu með tánum, þegar þær eru að sauma, og margir menn hafa fullyrt að þær gætu klipið með tánum. Japani getur gengið eftir húsmæni og gripið um mænirinn með iljun- um, eins og ef vér gengjum á höndunum. Kviðvöðvarnir rýrna stöðugt, þess vegna gengur kon- um ver að fæða nú en áður. Sumir vöðvar í handleggj- um og fótum mega heita hort'nir. Vöðvarnir, sem hreyfa eyrað, eru hjá flestum orðnir gagnslausir, ef ekki alveg rýrnaðir. Botnlangabólga færist stöðugt í vöxt og langœest í stórborgunum; margir læknar telja að það muni stafa af veiklun í botnlangatotunni, sem virðist vera orðin óþörf líkamanum og þess vegna að rýrna og veiklast til þess að hverfa síðar meir úr sögunni. En verst af öllu er rýrnun tannanna; þeim bæði fækk- ar og þær minka. Vígtennurnar í neðri skolti vantar oft, og vísdómstennurnar í báðum skoltum eru að hverfa. Neðri kjálkinn styttist. Wiedersheim heldur að þessi hnignun tannanna sé að kenna breytingu viðurværisins,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.