Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 62

Skírnir - 01.08.1913, Page 62
254 Heimur versnandi fer. Eitt af síðustu ritum dr. Kelloggs heitir: Tendencies toward race degeneracy og ræðir um hnignun hvíta kyn- flokksins. Hefir það þótt svo mikilsvert að efni, að stjórn Bandaríkjanna hefir látið gefa það út á sinn kostnað til útbýtingar víðsvegar. Dr. Kellogg heldur því fram, eins og margir aðrir, að hvítu þjóðunum sé alstaðar að hnigna, og telur hann hnign- unina vera að kenna óhollum lifnaðarháttum, sem menn- ingin hefir í för með sér. í því sem hér fer á eftir ætla eg nú að setja fram helztu atriðin úr áðurnefndu riti Kolloggs og bæta þar við ýmsu, sem eg hefi rekist á í tímaritun- um »Tilskueren« og »Samtiden« og Dansk Sundhedstid- ende, eftir höfundana Grivskov, Chr. Collin og Dr. Lorenzen. Ef það er satt að hvíta flokknum sé stöðugt að hnigna, þá má óttast að hann fyr eða síðar detti úr sögunni. Við þekkjum það, að dýraflokkar deyja út. Okkur finst það leiðinlegt, t. d. um móafuglinn, sækýrnar og á siðustu timum um hvalina. En stórtíðindi finst okkur að hvíti flokkurinn sé að deyja út, þar sem við erum hvítir sjálfir. Maðurinn heyrir undir þann flokk dýranna, sem reynsl- an hefir sýnt að hafi verið hætt við úrkynjun og út- dauða öðrum dýrafiokkum fremur. Þetta sýnir jarðfræðin. Náttúrufræðingum kemur saman um að þvi margbreyttari og fíngjörvari, sem þroskun einhvers dýrs er, því hættara sé því við úrkynjun, vegna þess að það getur ekki lagað sig eftir umhverfinu og breytt um lífsskilyrði. Þau dýrin sem lengst hafa haldist óbreytt á aldanna rás, og eru með- al hinna elztu í skipunarröðinni, eru yfirleitt fábreyttust að byggingu — eins og t. d. ostrurnar og aðrir skelfiskar. Að öllu athuguðu er bygging mannsins fjölbreyttari og fíngerðari en hjá nokkru öðru dýri, og maðurinn þess- vegna að líkindum viðkvæmari fyrir breytingum og meiri hætta búin fyrir úrkynjun og eyðileggingu en öðrum. Fyrir nokkrum árum skipaði brezka stjórnin nefnd til að rannsaka úrkynjun ensku þjóðarinnar (The interdepart- mental committee on physical deterioration in Great Britain).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.