Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 53

Skírnir - 01.08.1913, Side 53
Nútírna hugmyndir um barnseðlið. 245 Þessi tilraun sýnir, hve 'ónákvæmir þeir dómar geta verið, sem bygðir eru á tilfinningu. Kennarinn sem flokk- aði og gaf einkunn er þó sagður að hafa verið athugull maður, og þekti börnin af daglegri samveru. Þó setur hann í fyrsta flokk fáeina, sem hafa haldlítið minni, eink- um nr. 2, 4, 5 og 9. Sama má segja um nr. 14 og 15 í öðr- um flokki. I þriðja flokki eru aftur á móti tveir, sæmi- lega minnisgóðir, nr. 20 og 21. Mesta villan er þó að setja nr. 12 í annan flokk. Hann man 61 línu úr kvæð- inu eftir viku, en jafnaldri hans, nr. 19, man aðeins 4 línur eftir lesturinn, og enga að viku liðinni. Svo mikill er munurinn á minnisgáfu manna, að furðulegt er að í öllum löndum eru enn í hugsunarleysi settir að sama námi, þeir sem hafa minni, og þeir sem ekkert minni hafa. Gagnstætt góðu minni eru tvær tegundir minnisleysis: að gleyma algerlega og að muna rangt. Algerð gleymni kemur mest niður á manninum sjálfum, sem svo er gerð- ur, en rangminni hefir víðtækari afleiðingar. Slíkur mað- ur segir rangt frá óafvitandi, og þeir sem orð hans heyra taka oftast ósannindin fyrir sannleika. A þeim vegum verður til mestöll lygi, einkum meðal barna, flestar hvik- sögur og þvættingur, sem gengur síðar staflaust manna á milli. Um gleymnina sjálfa er fátt hægt að segja; sennilega verður hún ekki bætt svo að nokkru nemi; en það mál er þó sífelt deiluefni manna sem fást við þessi efni. Hálf- gleymnina, rangminnið má fremur bæta; það stafar af eftirtektarlevsi, af ótömdu ímyndunarafli, af innblæstri. Af því þessi ágalli er algengastur á barnsaldri er hægt að athuga áhrif hans í-frásögnum þeirra. Einn bætir við, annar breytir, því sem þeir segja frá. Auðveld tilraun til að sannfærast um þetta, er að lesa fyrir barnahóp ein- hverja sögulega frásögn og biðja þau að skrifa hana eftir minni t. d.: »1 fyrri nótt náði lögreglan manni, sem var að- brjótast inn í búð á Laugaveginum«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.