Gangleri - 01.04.1870, Síða 3
3
Sökum pcningaskortsins getur nærfellt enginn böndi
greitt skyldu gjöld sín í peningum, og þaö þótt efnug-
ur sje kallaður, svo sýslumenn, umboðsmcnn og aðrir
fjárheimtumenn fá gjöld sfn að eins í innskriptum í
verzlunarreikninga sína, eður í fjenaði og ýmsum vörum,
og koniast því í herkjur, að standa skil á tekjunum.
Enginn getur lánað öðrum neitt, hvað sem á liggur; því
hvergi eru peningar til, og leiðir þar af, að bændur hljóta
opt að skerða bústofn sinn til að standa í skilum við
stjcttirnar. Óskil þau, sem of víða eiga sjer stað á
skuldum yíir höfuð að tala, leiða af sjer almennt tiltrfi-
arleysi í viðskiptum manna á milli, sem tálma eigi all-
lítið öllum fjelagsskap. í*ótt einhverjum detti f hug og
vilji hafa fram eitthvert gott og þarllegt fyrirtæki, er fit-
heimtir fjárframlag, verður þvf ekki framgengt. Þannig
tálmar hin afarmilda peningaþröng, sem hjer á sjer stað,
öllum framförum í andlegu og líkamlegu tilliti og þjóð-
þrifum yfir höfuð að tala.
Eptir þvf, sem nú hagar til hjá oss, mun seint
verða til hlýtar bætt úr peningaskorti vorum og hans illu
afleiðingum, nema banka verði komið á fót í landinu
sjálfu; og fyrri mun verzlunin cigi geta orðið fullkom-
lega innlend, eður komizt í hendur landsmanna. Því
livernig ætíum vjer að geta rekið verzlun vora svo f Iagi
fari húsa, skipa og pcninga lausir og fá hvergi lán svo
rnikið, sem nemi einu eða lleiri hundruðum dala, þó tvö-
falt veð og tvöföld leiga sje boðin?
Lítuin yfir sögu annara landa, og munum vjer brátt
komast að raun um, að engu ríki eða landi hefir heppn-
ast að ráða bót á, eður koma í veg fyrir peningaþröng
hjá sjer fyrri en komið var á fastan fót böukum með