Gangleri - 01.04.1870, Qupperneq 33
33
1692 var vetur mjög harður og frosta mikill frá Kyndil-
mcssu og j)ar <il 5 vikur voru af sumri; þá lagði
nær allstaðar firði og víkur, svo fara mátti með
hesta t. d. af Skarðsströnd á Skógarströnd, og
Bvalfjörð Iagði allt að Hvaleyri og eigi varð
skipfært milli Saurbæjar á Kjalarnesi og Innra-
hólms á Akranesi. Þá mátti og ríða til Drang-
cj'jar á Skagafirði og með klyfjahesta var farið
af Siglunesi fyrir mynni Hjeðinsfjarðar og inn
Eyjafjörð allt til Möðruvalla í Ilörgárdal; þá var
líka fluttur hvalur, er fannst í fs á miðjum Ilúna-
flóa, í land á hestum. Enginn fiskur var kominn
syðra um páska, en nyrðra og eystra var fiski-
laust um vorið ; fjell þá margt fólk úr harðrjetti,
helzt eystra; líka kól þá marga menn til bana.
Peningsfellir varð þá líka töluverður, því frostin
voru svo mikil, að hross og sauðir helfrusu og
sumstaðar láu álptir og aðrir fuglar dauðir við
sjóarsíðuna.
1693: hinn 13. febrúar kom mikill eldur upp í Heklu,
og hjelzt við þar til f maí; þá fjell svo mikill
sandur að sumstaður tók í mjóalegg og víða varð
að gefa Ije inni þótt jörð væri snjólaus; rjúpur dóu
þá hrönnum, og eins silungur f vötnum. Bæir eydd-
ust þá suður í Hreppum og Biskupstungum.
1694 var vetur frosta mikill, einkum þá fram á leið, urðu
þá nokkrir menn úti, en marga kól til meiðsla.
Hafís kom þá mikill fyrir norðan og austan, og
náði allt til Vestinannaeyja; af honum stóð gras-
lcysi og önnur óáran á Norður-og Austurlandi.
1695 var enn frostavetur mikill og hart vor, Um veturinn
Gangleri 2, hegti. 3.