Gangleri - 01.04.1870, Qupperneq 36

Gangleri - 01.04.1870, Qupperneq 36
36 FLUGAN. Nokkuð afsíðis frá bænum stóð lítið hós, að eins með einum loptpalli. Dyrnar, þar voru lokaðar, og gluggarnir voru byrgðir með hlerum. Afl náttúrunnar vann að Jjví að skreyta og blómga aldinreitana kring um húsið, án aðstoðar mannlegra handa. Fað var eins og trjen og öll blessuð blómin væru undin, hvað utan- uin annað, í óaðskiljanlegri flækju; eins og elskhugi og unnusta. í stuttu máli, allt vitnaði um að hús þetta hefði verið óbyggt um langan aldur. Skröksögur og þvæítingur eru nokkurs konar dag- legt brauð í hverju smáþorpi; og gjörvallur söfn- uðurinn er fús til að leggja sinn skerf til slíkra sam- skota; þess vegna er ekki að undra, þótt óbýlishúsið litla yrði að sæta dómsatkvæði frjettasoltinna kerlinga þar í grenndinni; enda græddu þær svo margan heitan vatnssopa, fróðleik sínum til verðlauna. Það var al- mannarómur að húsið væri fullt af fýlu og fjölkyngi. Á daginn, þegar geislabros sólarinnar fieyftu Ijósbylgj- um sínum á múrinn og blómlimarnar í garðinum kring um húsið, og meðan fuglarnir sungu, þá komu skóla- börnin, og brugðu sjer á leik; þeim stóð að vísu stugg- ur af húsinu, og þegar dimma tók og að kveldi leið, hurfu þau á brott, — það var ekki undir því að eiga að dyrnar ekki lykist upp, og hinar köldu nágreipar drauganna hremmdu þau. •— Á kvöldin, þegar hinnstu geislar sólarinnar kvöddu húsið, þegar svartfeldur næt- urinnar skall yfir lög og land, og enda meðan Iiið ná- dapra tunglsljós flögraði svo ískyggilega á milli lauf- blaðanna, þá hlupu börnin á stað með dauðans ótta

x

Gangleri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.