Gangleri - 01.04.1870, Side 40
40
sem gat talað eða murrað, en hvað var hún í samjöfn-
uði við fluguna sem var fullkomlega lifandi. Hún sá
að hugvizku mannanna var ofvaxinn slíkur verknaður
sem á flugunni var, og þess vegna hlaut hún að vera
æðri. Þessi hugsun hreifði sjer úsjálfrátt í hjarta barns-
ins, og þess bæri öllum að gæta, að guð augiýsir á
hverju augnabliki, í öílu því er hann hefir skapað, jafn-
vel í hinu minnsta strái, almætti sitt og gæzku. Hvað
er allt skraut veraldarinnar, glaumur hennar og draum-
ar, á borð við dásemdarverk skaparans? Ekkert! það
var flugan sera fyrst vakti athygli IJlfhildar litlu á skap-
ara himins og jarðar, og sem gaf henni æ ljósari hug-
myndir um almætti hans.
Tímar liðu og vináttu samband Ulhildar litlu og
flugunnar knýttust æ fastara og fastara, Eitt kvöld þeg-
ar TJlfhildur var að sofna, heyrði liún, aldrei þessu vant,
svo aumkvunarlegt nöldur í flugunni, en gat þó ekki
sjeð hvar hún var. Ofurlítill lampi stóð kveyktur á
borðinu; hann var að öllu skrautlaus, nema hvolf hans
var hvítt og fágað. Nöldrið kom frá lampanum, og
Úlfhildur sá innan í honum ofurlitla svarta örðu sem
færðist til, ýmist upp eða niður, og hún heyrði hvernig
nöldrið varð sárara og sárara. Pað var aumingja flug-
an, sem geislabros Ijóssins, er brann í lampanum, hafði
tælt inn í helfjötra sína, og hún gat ekki ratað þaðan
aptur. Þarna lá hún ofurlitla stund í fjörbrotunum;
kraptur vængja hennar og afl raddar hennar þraut, og
hún hnje dauð niður á borðið.
Úlfhildur litla rak upp háhljóð; það var ekki fagn-
aðarhljóð eins og forðum, því hjarta hcnnar var sært
því sári er aldrei greri til fulls; það greri reyndar í