Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 6
6
á þat nes, er þar var“; og handrit neðanmáls bœtir við: „skamt
frá“; það er þá ekki rétt við sjálfa víkina, heldr eitthvað þar frá.
í sambandi við þetta stendr það, sem Landn. segir síðar: „hann
(Skallagrímr) reisti bœ hjá vík þeirri, er kista Kveldúlfs kom á
land, ok kallaði at Borgu. Nú er það kunnugt, að Borg stendr
ekki hjá þeirri litlu vík, sem er inn hjá Kveldúlfshöfða, heldr við
botninn á þeirri stóru vík, sem gengr inn fyrir utan Digranes; báð-
ar útg. segja um Skallagrím: „Hann flutti um várit eptir skipit
suðr til fjarðarins, ok inn í vág þann, er nœstr var því, er Kveld-
úlfr hafði til lands komit, og setti þar bœ ok kallaði at Borg“.
Nú er um tvent að gjöra, annaðhvort að álíta, að kista Kveldúlfs
hafi komið á land inn í Borgarvog, og koma þá sögurnar heim
hvor við aðra; enn þá verðr örnefnið Kveldúlfshöfði síðari tilbún-
ingr, og fer það þó ekki vel; eða þá hitt, að álykta þannig, sem
fer öllu betr, nefnil., að þeir hafi flutt kistu Kveldúlfs út í Digra-
nes, og jarðað hann þar, og þar sé grafreitr allra þeirra feðga,
sem dóu í heiðni. ]?að er jafnvel eins og þetta liggi í anda sög-
unnar síðar, eins og enn mun sagt verða; hér er heldr ekki um
neitt annað verulegt nes að rœða, nema Digranes, enn nafnið hefir
það ekki þá verið búið að fá, þegar ekki var lengra komið sög-
unni. Hafi þetta verið þannig, þá ber þessum öllum sögum sam-
an í öllu verulegu; enn einungis verðr það blátt áfram meining
Landn., að Skallagrímr reisti bœinn við botninn á vík þeirri, er
kista Kveldúlfs var jörðuð við, eða þar út á nesinu; nákvæmar
segir hún ekki á þessum stað. Eg hefi ekki séð neina ástœðu
fyrir þeirri ímyndun, að sjór hafi brotið framan af Kveldúlfshöfða;
það sýnist varla heldr líklegt; því þetta er hár klettahöfði að fram-
an, sem áðr er sagt; þar að auki mundi Skallagrímr varla hafa
látið kistu föður sins vera á neinum þeim stað, sem líkindi voru til,
að hún mundi fara f sjóinn, enda getr þetta heldr ekki orðið sam-
kvæmt Landn.
Digranes (nú Borgarnes) fer að byrja að skjóta sér fram rétt
fyrir utan Kveldúlfshöfða; það gengr í suðr útsuðr fram og út í
fjörðinn fyrir innan Borg; það er allmikið nes, hálent mjög og
langt; ofan til í nesinu, suðr við sjóinn, heitir Sandrík, Egils s.
bls. 78: „pat var eitt sinn um vetrinn, at knattleikr var at Borg
suðr í Sandvík“. Yik þessi er með sléttum œgisandi, og slétt
grund fyrir ofan, ekki mikið blásin; þar er dálítil tjörn, og þegar
ís kom á hana, var hér hentugt að hafa knattleik. Sagan segir
og bls. 51, að Cfranastaðir voru í Digranesi; þeir hafa því hlotið
að vera á þessu svæði; enn siðr held eg að þeir hafi verið suðr í
Löngubrekku, sem þar er upp frá Sandvík; þar er að vísu einhver
tótt, enn hún er yngri og líkist ekki bœjarrústum; enn norðar eða
vestar, nær Borgarvog, sést fyrir tóttum; ein er nokkurn veginn