Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Page 46
46 Grímsá og Norðrá leggja um það bil, að svo mikið frost er komið í mýrar, að þær eru orðnar heldar. þ>essar ár eru svo straumlitlar neðantil, einkannlega Grímsá, því þær renna þar mjög svo flatt. Enn Hvítá leggr ekki fyrri enn miklu síðar niðr á Hvít- árvöllum, því bæði er hún þar svo ákaflega vatnsmikil, og þar til er þar í henni mikill þyngsla-straumr, og þar að auki brjóta sjáv- arföllin oft jafnóðum ísinn af, og enn er það, að jökulvatn leggr seinna enn bergvatn. þ>að getr því oft varað lengi, þangað til Hvítá kann að leggja niðrfrá, og þó leggr hana miklu síðar uppfrá. þ>ar sem nú að Hvítá leggr svo seint, þá mætti kalla það óðs manns œði, að hafa þá ferðaáætlun, að ætla sér að komast yfir hana niðr á Hvítárvqllum með 200 hesta, og án þess þó að hafa reynt til að komast yfir hana þar uppfrá, sem alfaravegrinn var, eða að minsta kosti skoða ána, og vita þó og hafa nœga reynslu af, eins og J>órðr kakali hafði, að ónýtr ís var á vötnum, því bæði síkið, sem er stöðupollr, brast niðr, og þar að auki urðu þeir að fara Alftá á brú. J>að mun og sjaldnar vera hér sunnanlands, að ís sé orðinn svo traustr á stórvötnum eða ám í nóvembermánuði, að fara megi yfir hann með hesta svo hundruðum skifti. Eg held enginn þekki það dœmi, að nokkur maðr, sem kom ofan Syðra-Reykjadal, og œtlaði vestr Langavatnsdal, og Id líýið á að flýta sér, hafi gjört þá ferðaáætlun, að fara yfir Hvítá niðr við sjó, og án þess þó að gjöra nokkra grein fyrir, hvers vegna hann fœri þenna afarmikla krók. Sá maðr, sem þetta gerði, og þyrfti þó að flýta sér, sem áðr er sagt, hann væri kallaðr ekki með öllum mjalla. Eg hefi getið þess til, að þessi orð hafi átt að standa hér í Sturlungu: „en er jpórði leizt áin ill, snéri hann ofan með Hvítá“. þ>etta styrkist við það, sem oft kemr fyrir enn í dag, þegar komið er klungr. og stífla í Hvítá þar uppfrá, þá snýr margr lítt kunn- ugr frá ánni, þó hann hafi ætlað þar yfir hana, með því honum sýnist áin svo útlitsljót, eða miklu verri enn hún er í raun og veru, þ. e. áin er þar samt fœr, og sá sami fær þar stundum yfir hana komizt, enn ekki annarsstaðar, þegar hann fær kunnugan mann til fylgdar; þetta hefir sagt mér meðal annara nákunnugr maðr og á- reiðanlegr. Sama var því tilfellið með f>órð, eins og enn í dag kemr fyrir; enn það er, sem vantar i þessa frásögn í Sturlungu, að gjöra grein fyrir þessu. f>að er svo ósennilegt, að Gufuskálar hafi heitið við Hvítá fyrir neðan Hvítárvelli. Fyrst er nú það, að Hvitárvellir heita alt ofan að sjó, enn hitt er þó þýðingarmeira, að bæði Landn. og Egils s. myndu sannarlega geta um þessa Gufuskála við Hvítá, hefðu þeir þar verið, þar sem þessar sögur tala svo nákvæmlega um alla aðra Gufuskála, og segja, af hverju þeir draga nafn. Eg

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.