Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Qupperneq 55
55 þórólfsá getur vel hafa verið nefnd eftir fellinu á seinni tímum, þegar nafnið „Deildará"- var týnt, þó hún hefði átt pað nafn (o: Deildará) áður. En það er ekki hin ytri Deildará sem hjer er umtalsefnið, heldur hin innri, og vill svo vel til, að fyrir innan J>ór- ólfsfell er ekkj nema um eina á að ræða. Sú á heitir nú Gilsá, því hún kemur fram úr gili djúpu, sem efst er koldimmt gljúfur, mjög einkennilegt og geigvænlegt, og munnmælasögur nefna: Kerið á Grænafj'alli; átti þar að vera heimkynni illra vætta og þar átti eftir sumum sögnum Höfðabrekku-Jóka að lenda. — Raunar er gljúfrið (= ,,kerið“) ekki á Grænafjalli sjálfu: það fjall er norð- ar og austar, en þó nærri. — Gilsá rennur frá norðri til suðurs. Milli hennar og J>órólfsfells er bratt halllendi upp undir Tinda- fjallajökul. Neðst á því heita Kanastaðir\ hefir þar verið bær, byggður í landnámi J>órólfs. Að austanverðu liggur með Gilsá endilangri hálend heiði, ekki allbreið; hún heitið Fauskheiði. Suðurendi hennar er móts við suðurrana |>órsmerkur. Norðurendi hennar liggur upp til Grænafjalls. Til austurs frá honum liggur fjall það, er heitir Einhyrningur. Skarðið, sem verður þar í milli, er lukt af dálitlu felli, sem kallað er Hrútkollur. Einhyrningur er tindur, mjög einkennilegur: hann er litill ummáls og kambmyndað- ur, en afar hár, og þó miklu hæstur í suðurendann. Nokkru norð- ar, eða nærfelt á honum miðjum, stendur drangur eða súla, svo að fjallið er, á hlið að sjá, eigi ósvipað stórum hnarreistum hesti með lítinn mann á baki. Til austurs af Einhyrningi eru hálsar, sem ganga suður af Grænafjalli og austur að Markarfljóti, sem — þar rennur frá landnorðri til suðvesturs; — en þar er austan megin Fljótsins fjalllendi það, sem kallað er ,,Emstrur“ (það nafn mun naumast fornt). J>að er hátt og tindótt og er áfast við Merkurjök- ul, sem þar gengur til norðvesturs af Eyjafjallajökli. J>ar verður dalur milli jökulsins að austan og Fauskheiðar að vestan, — þó vesturbrúnin sje tiltölulega lág. Er dalur sá hálendara framhald Markarfljótsdalsins mikla, sem verður millum Vestur-Eyjafjalla að austan og Fljótshlíðar að vestan, og eigi hefir annað láglendi en árburðar breiðu þá, sem nú kallast Aurar (er Landeyjarnar munu vera framhald af). En í þessum efra dal er láglendið of hátt til þess, að árburður hafi getað komið yfir það. Markarfljót rennur raunar eftir honum, til suðvesturs, en þar er jpórsmörk langs með því að austanverðu, inn að Emstrum, — innsti hluti hennar kallast nú á dögum „Almenningur“. — En langs með því að vest- an liggur hraunkvísl, sem komið hefir fram milli Grænafjalls og Emstra og nær allt niður að suðurenda Fauskheiðar og fyllir út að henni í neðanverðum dalnum. Ofar í dalnum verður breið land- spilda frá hrauninu vestur að heiðinni og Einhyrningi, og er innri hluti hennar graslendi, kallað Einhyrningsflatir, sem aldrei virðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.