Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 78
78
þ>ar næst rninntist formaðurinn og þess, að félagið á hinu liðna
ári hefði misst einn af sínum ágætu liðsmönnum:
J. J. A. Worsaae, forstöðumann forngripasafnsins í Kaupmanna-
höfn, sem árið 1884 í heiðursskyni var ritaður í félagatal, æfilangt.
f>að eru allmörg ár liðin frá því, að hann útvegaði Forngripasafninu
talsvert af steinvopnum að gjöf, en fyrir skemmstu ágæta eptirlík-
ingu í gipsi af Valþjófsstaðarhurðinni.
Eins og kunnugt er, fór varaformaður félagsins, Sigurður Vig-
fússon, rannsóknarferð til Rangárvallasýslu og Skaptafellssýslu sum-
arið 1883. par tók hann fyrir útgröpt á Hofinu á Seljalandi, að
Bergþórshvoli, að Hofi og Snjallsteinshöfða, og fór um héruðin þar,
sem helztu söguatburðir í Njálu höfðu orðið. f>ar eó rannsókn þessi
var næsta umfangsmikil og eigi lokið í einni ferð, fór hann aptur
rannsóknarferð um hluta af sömu héruðum sumarið 1885. í hinni
fyrri ferð sinni fann hann við útgröpt að Bergþórshvoli nokkuð af
hvítu efni, sem eigi þótti ólíklegt að væri efni úr fornu skyri eða
mjólkurmat. Efni þetta var svo sent til Kaupmannahafnar, til ýtar-
legri rannsókna á vísindalegan hátt. f>eirri rannsókn er enn eigi
lokið, þar eð hún tekur mjög langan tíma, en síðar mun í Árbók
félagsins verða skýrt frá árangrinuin af henni1, sem og hinum um-
fangsmiklu rannsóknum varaformannsins urn þetta söguríka hérað,
þegar hann er búinn að semja skýrslu sina um þær.
Nú sem stendur er varaformaður félagsins, Sigurður Vigfússon,
á rannsóknarferð um Húnavatns og Skagafjarðar sýslur.
Árbók félagsins er nú þegar prentuð að mestu, eða 7 heilar
arkir, og mun koma út í fullri stærð svo fljótt sem verða má.
Félaginu hefir fyrir ötula framgöngu varaformannsins á ferð-
um hans auðnazt að ná talsverðu af gripum til Forngripasafnsins.
Safnið hefir við hverja ferð hans aukizt talsvert, og engum, sem
sér Forngripasafnið nú og ber það saman við það, eins og það
var fyrir nokkrum árum, ætti að geta dulizt, að það er þjóðarskylda
hvers góðs íslendings, sem leggur nokkra rækt við fósturjörð sína,
að láta safnið fá sem fyrst verða má sérhvern þann hlut, sem get-
ur leitt í ljós eða aukið þekkingu á siðum og lífsháttum feðra
vorra.
5>essu ætti enginn að gleyma og að ekki er ráð nema í tíma
sé tekið. Annars hverfa á hverju ári gripir, sem safnið ætti að
geyma, annaðhvort alveg, eða þá í hendur útlendinga.
1) Ytarleg skýrsla herra V. Storck, sém veitir forstöðu efnafræðis-
deildinni við hinn konunglega dýralækninga- og landbúnaðarskóla í Kaup-
mannahöfn um þetta hvíta efni er nú komin hingað í janúar 1887, og
verður prentuð ásamt mörgum myndum af efninu, er hann eftir efna-
fræðislega og vísindalega rannsókn telur vera leifar af skyri eða slíku
efni af mjólkurtagi, sem um langan tíma hafi legið í jörðu.