Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 3
3 Marteinsmessu til Hallvarðsmessu, 11. nóvbr.—15. maí; Jónsb. s. 32 með nánarí ákvæðum). Þeir skyldu taka við þingvítum (Jb. 11), og refsa glæpamönnum og þjófum (með því að hengja þá, Jb. 264). Þeir gátu krafizt manna til að fara að ránsmönnum (Jb. 40), þeir skyldu á leiðum skýra mönnum frá þvi, sem gerzt hafði á alþingi (Jb. 12); þeir hafa pundara, sem eftir á að fara (Jb. 235); þeir skyldu greiða nefndarmönnum þingfararkaup (Jb. 66), þeir skyldu heimta tekjur og tolla og gera skil fyrir þeim, og þeir skyldu fella dóma í málum (sjá t. d. Alþb. I., 384—85). Um skyldur sýslumanna við kirkj- una má lesa í DI. II., 364 o. s. frv.; sst. 765 um kosning þeirra (1342). Hver sýslumaður varð að vinna eið útaf kosningu nefndarmanna, sem svo hljóðar í Alþb. I., 9: »Til þess leggr þú hönd á helga bók og því skýtur þú til guðs, að þá menn hefur þú nefnda til þings að þessu sinni, sem þér póttu vel til fallnir og vænastir til skila eftir þinni samvizku, og eigi tóktu þar aðra muni til og svó skalt þú jafnan gjöra, meðan þú hefur þetta starf, og að svo stöfuðum eiði sé þér guð hollr, gramr, ef þú lýgr*.1) Til er sýslubréf frá Diðrik Píning yngra frá 1490, sem gefur glögga grein á því, hverjar skyldur sýslumaður hafði; vér tökum hér upp kafla: »eg hefi tilsett og tilskipað ærligan dándisveini(l) og minn trúan þénara Hinrik Mæding að reka míns herra kóngsins sýslu og umboð hér með yður um Kjós, Kjalarnes og með Sundum, svo sem fullmegtugum sýslumanni þing að setja, lög og rétt að gjöra, sætta og semja, sekta og niðrsetja, próf á taka og dóma yfir nefna, gjaftolla og væniligan góðvilja saman að taka eða taka láta............. býð eg fyrgreindum Hinrik Mæding, að hann tali lög og rétt til hvers manns, og þó með vægð og miskunn þar sem þess þarf við, en þrjóskum og þrályndum sé hann réttr dómari, harðr og refsinga- samr«. Það mun mega trúa þvi, að þetta bréf sé ekki einsdæmi eða undantekning, heldur hafi svo verið almennt til orða tekið, og svo sem það var um 1500, hefur það víst verið bæði fyrir og eftir. Frá upphafi höfðu íslendingar áskilið sér, að lögmenn og umboðs- menn (sýslumenn) konungs væru innlendir menn. Þetta hefur ekki ævinlega farið eftir þessari ósk, og Hinrik Mæding, sem nú var nefndur, var ekki innlendur maður. 1579 hefur íslendingum þótt þurfa að brýna þessa ósk sína. í supplíkázíu til Friðriks II. stendur m. a. svo: »í annan máta, að yðar mildileg náð vildi tilsetja, að sýslumenn væri kjörnir hér í landið skikkanlegir og ærlegir eptir ordínantíunni fyrst af yðar náðar lénsmanni, með lögmanna og 1) Hér er 2. grein (þú) sett i stað 1. greinar (eg). 1*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.