Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 4
4
sveitarmanna samþykki, þeir sem væri réttvísir, óágjarnir og miskunn-
samir við fátækan almúga, innlendir, en ei útlendir, eptir vorum lög-
um gömlum og fríheitum (Alþb. I., 396).
í upphafi og um langan tíma voru menn skipaðir í »sýslu« i
því og því héraði, en takmörk þessa héraðs voru ákveðin í hvert
skipti og ekki neitt nafn tiltekið, nema þar sem héraðið var með
náttúrlegum takmörkum, þ. e. í þingunum með fornu nöfnunum.
»Sýslumennirnir« þurftu ekki að búa innan sinnar »sýslu«. Koma
íyrir orðatiltæki sem »sýsla í Norðlendingafjórðungi«. Líka er sagt,
að sá eða sá hafi sýslu »milli Geirólfsgnúps (eða Geirhólms) og
Hrútafjarðar« (1511), »milli Skraumu og Gi)sfjarðar« (1461, 1503),
»milli Gilsfjarðar og Langaness« (í Arnarfirði, 1471, 1509), »milli
Hítarár og Skraumu« (1459, 1478), »milli Geirhólms og Langaness«
(1498), »milli Gilsfjarðar og Gljúfrár« (1503, 1509), »milli Þjórsár og
Jökulsár« (1514, 1536) »milli Hvítár og Hítarár« (1505), »milli Úlfs-
dalafjalla og Hrauns á Skaga« (1525), »milli Hvítár og Skraumu«
(1521), »milli Botnsár og Hvítár (1490), sbr. »um Kjós, Kjalarnes og
með Sundum« (1490); þess konar táknanir eru, sem sjá má, frá síð-
asta hluta 15. aldar og öndverðri 16. Stöku tilfelli má eflaust skoða
sem endurtekningu af eldri táknunum. Sjá má, að mörg eða flest af
þessum orðatiltækjum svara til yngri »sýslu«-nafna. Á einum stað
— kann vera að fleiri séu — er talað um »sýslupart: »með ykkur
síra Birni, svo að þér [Erlendur lögmaður] veitið honum ei mótkast
um þann sýslupart, sem hann hefur bífalning um« (DI. XI., 605,
1547).
Smám saman hafa »sýslurnar« orðið ákveðnari og fastari, og
hlaut svo að verða. En hvenær komu þá upp þessi sýslunöfn, sem
urðu almenn og eru enn? Það munum vér nú reyna að sýna. Tök-
um sýslurnar í sömu röð og þingin áður.
Múlasýsla er nefnd 1603, 1618—20 (Alþb. III., 311; IV., 417,
502; V., 36).
Skaftafellssýsla 1594, 1598, 1617, 1627 (Alþb. II., 399; III., 151;
IV., 361; V., 142).
Rangár[valla]sýsla 1504 (en það er grunsamt, hvort nafnið er
hér rétt; eitt handrit hefur hér »Rangárþingi«), 1521, 1541, 1553,
1570, 1582, 1586, 1594, 1596, 1601, 1618 (DI. VII., 688; VIII., 792;
X., 689; JXIL, 576; Alþb. I., 33 og oftar; II., 18; IV., 548; II., 439;
III., 78; 313; IV., 404), 1565 í Isl. Lovsaml. I., 90.
Árnessýsla 1459 (en hér er mikilsverður orðamunur: sýslumaðr
yfir sýslunni í Árnesi, og mun það upphaflegra), 1496, 1538 (en hér
er líka orðamunur: Árnesþingi), 1540, 1551—54, 1592, 1594, 1596,