Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 11
11
7. Þorsteinn í Eystra-(Stóra)-Skarði, Þorgeir, bróðir hans, í
Odda og Þórunn, á Hálsum (Landn. 17), munu hafa komið út saman.
Þeir bræður voru synir Ásgríms LJlfssonar gyldis, hersis á Þelamörk,
en Þórunn var móðursystir þeirra. Guðbrandur Vigfússon telur þá
með þeim »allra síðustu«, sem byggðu í landnámi Hængs, »að hon-
um látnum, á ofanverðum dögum Hrafns Hængssonar« (Safn I., 284).
Hrafn var lögsögumaður 930—949, má því ætla útkomu þeirra varla
fyrri en um 940 og ekki síðar en 949. Þorgeir var aðeins 10 vetra,
er Haraldur lét drepa föður þeirra, og nokkru síðar fór hefndin fram.
Þá munu þeir hafa búizt, eða verið búnir, til utanferðar. Þeir bræður
hafa eflaust verið efnaðir, eins og þeir áttu kyn til. Afi þeirra var
ríkur hersir og Ijósast faðir þeirra líka, því af honum heimtaði kon-
ungur skatt.
»Þorsteinn-----------nam land að ráði Flosa«, er numið hafði
áður Rangárvöllu, »fyrir ofan Víkingslæk og út til móts við Svínhaga-
Björn og bjó í Skarði inu eystra«. Hann byggði og Tjaldastaði
(Landn. 17). Hér er í Sturlubók skýrt tekið fram, í annað sinn, að
Flosi byggði Rangárvelli eystri, svo tæplega mun um ritvillu að
ræða, og svo sem áður er tekið fram, efast enginn maður um, að á
þeim, Rangárvöllum eystri, séu bæði Víkingslækur — sem þá sýnist
byggður —, og Svínhagi. — Ef til vill hefur Flosi búið nálægt Þor-
steini og fengið honum land sitt við verði, og síðan byggt á ný
utan ár, en um það verður ekkert sagt með vissu.
8. »Þorgeir, bróðir Þorsteins, keypti Odda-land at Hrafni Hængs-
syni, Strandir báðar og Varmadal og oddann allan milli Hróarslækj-
ar og Rangár; hann bjó fyrstur í Odda og átti Þuríði, dóttur Eilífs
ins unga« (Landn. 17—18).x) Þorgeir sýnist hafa hallað sér að
byggðum löndum, og eftir lát Hængs ráðið af að kaupa land af
Hrafni, syni hans. Þá virðist Varmadalur vera byggður og Strandir
báðar, því engum hefði dottið í hug að skilgreina þær, svo nálægir
sem þeir bæir eru hvor öðrum, með sama landslagi, án vatns og
skurða, nema býli væri á báðum; má og hið sama segja um Varma-
dal, — nema ekki sé tekið tillit til þess, þegar bókin var skráð, að
þeir bæir byggðust siðar; væri það yfirsjón.
»Þorgeir bjó fyrst í Odda«, segir í Landnámu, og þykir sumum
Oddi hinn meiri seint byggður, þótt fyrir miðja 10. öld sé (c. 940).
Hins vegar sést þó ekki, að Þorgeir hafi fært bú sitt, eða vikið fyrir
1) Engin heimild er fyrir þvi, að Eilífur í Litla-Odda hafi átt dóttur, er
Þuriður hét, eða að hún hafi átt Þorgeir i Odda, þó tímatalsins vegna sýnist
fara betur á þvi. Það kemur i bága við Landnámu, sem ekki verður hér
haggað við.