Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 16
16 Þetta landnám Herjólfs má hafa verið um 910 eða nálægt því (eftir 900). Ormur Stórólfsson átti dóttur Þorkels bundinfótar, og sýnir það Orm ekki seint fæddan, og 18 vetra á dögum Dufkaks, er hann sótti heyið (ísl. þ. 202). 4. Þórólfur, bróðir Ásgerðar (Asksdóttur) nam land að ráði hennar fyrir vestan Fljót, milli Deildará tveggja, og bjó í Þórólfsfelli« (Landn. 10). Þetta nám hefir verið nokkuð snemma, um 900 — 920, og að sjálfsögðu fyrir 930, því Haraldur lét drepa Ófeig, ágætan mann í Raumdælafylki, er hann var að búast til íslands-ferðar, en ekkja hans, Ásgerður Asksdóttir (ómálga), fór til íslands og bjó fyrst í Katanesi og síðar í Holti undir Eyjafjöllum. Ekki er þess getið, hvernig hún komst yfir landið til handa bróður sínum. Varla er lík- legt, að hún hafi fengið mikið land handa öðrum, þó hjá Baugi eða Hofs-feðgum væri, og sízt meira en handa sjálfri sér. Þar sem nú aldrei hefir verið vafi á um Þórólfsfell, er hér ljóslega bent til, að Deildarár hafa verið sín hvorumegin fellsins, og er varla um að villast, að þær hafa deilt af landnám Þórólfs. Er jafnvel helzt útlit fyrir, að þær séu hin næstu aðalgil sitt hvorumegin við fellið, og hafi nálega afmarkað þar landið (sjá kort herforingjaráðsins). — Þar er ég alókunnugur, veit ekki um vatn í gilinu austan-við fellið, eða hvort það hafi getað verið, að Deildará gæti heitið. En hafi Deildará innri verið sama og núverandi Gilsá, hefir landnam hans ekki verið við neglur skorið, heldur hefir Ásgerður þá náð þar tökum á miklu landi. Þórólfur, bróðir Ásgerðar, »fæddi, þar« Þorgeir gollni, son hennar, er þar bjó síðan; hans son var Njáll, talinn fæddur 930—935, og brenndur inni 1011. Þetta sýnir landnám Þórólfs snemma aldar. 5. Sighvatur rauði, göfugur maður af Hálogalandi, »fór til ís- lands að fýsi sinni, og nam land að ráði Hængs í hans landnámi. fyrir vestan Markarfljót, Einhyrningsmörk fyrir ofan Deildará og bjó i Bólstað« (Landn. 12). — »Hann kom út miklu síðar en Baugur« (Safn I., 282), og er erfitt að segja um landnám hans. Guðbrandur Vigfússon heldur jafnvel, að það hafi orðið um 900 (s. st.), líkara þykir mér, að það hafi verið nokkru síðar, þó að ættfærsla Sighvats væri réttari í Landnámu en Njálu, og einkum ef ekki væri svo, eins og haldið er í lögsögumannskjöri (930, bls. 45, sbr. Safn I., 282, 416, 420). Rannveig, kona hans, var dóttir Sigríðar Sigurðardöttur í Sand- nesi í Noregi, en Sigríður var þrígift; giftist fyrst um 870, Bárði Brynjólfssyni, er dó af sárum 872. Hann gaf Þórólfi Kveldúlfssyni, vini sínum, á deyjanda degi bú sitt og konu og son ungan (Grím) til uppfósturs (Egla bls. 14—15, 20—22. Safn I., 212). Þau giftust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.