Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 17
17
haustið 872, Þórólfur féll veturinn 877, — sama árið, sem Ketill nam
land — (Safn I., 443). Veturinn eftir, 878, giftist Sigríður í 3. sinn Ey-
vindi Berðlu-Kárasyni (bróður Ölvis hnúfu);hann var uppkominn og í
hirð konugs 872 (Egla 44, 45; Safn 212, 282). Þeirra dóttir var
Rannveig, kona Sighvats (Geirlaug: Egla 55); hún er »varla fædd
fyr en um 880. Sé hún fædd 882, sem nærri mun láta, þá fellur
það vel, að börn hennar hafi fæðzt á árunum 905—920« (Safn I.,
282, 283). Þau munu hafa giftst í Noregi, og eftir því, sem nú er
sagt, varla fyr en eftir 900. Má hann þá hafa numið land 905—920,
þ. e. eftir aðal-nám (Safn I., 272). Þetta er allt nokkuð á óvissu byggt,
því nú þekkist ekki, hvað af börnum hans kynni að vera fætt í
Noregi. Hér er skýrt sagt frá landnámi Sighvats, að því er Einhyrnings-
mörk snertir. Einhyrningur er gamalt nafn á þeim eina hnúk, sem
um getur verið að ræða. Hann er nálega á miðjum afrétti Fljóts-
hlíðinga; mun hann því hámark landnámsins og mörkin (skógurinn)
eflaust kennd við hann.
En Deildarár þekkjast nú ekki. Um þær ár hafa því verið skipt-
ar skoðanir. Guðbrandur Vigfússon heldur jafnvel, að sú fremri hafi
verið Bleiksá, fyrir vestan Barkarstaði, en Gilsá sú innri (Árb. ’92, 41),
en Brynjólfur Jónsson, sem hefir skrifað mikið um landnám Sighvats
(í Árb. 1886, 52), heldur því fram að Deildará ytri sé vestan-undir
Þórólfsfelli, Þórólfsá eða Marðará (liggja rétt saman), en hin innri
sé Gilsá. — Fyrir innan Gilsá er að vísu allmikið land, en ef Gilsá
álítst sama áin og Deildará innri, er engu að síður ólíklegt, að hann
hafi tekið þar land, meðan nóg land var ónumið sunnar. — Hafi
Sighvatur numið land fyr en Þórólfur — og til þess eru nokkrar
líkur — er óvist, að þá hafi verið nema ein Deildará til, sem svo
hafi verið nefnd, og hún verið fyrir vestan Þórólfsfell. Allólíklegt
þykir mér, að Bólstaður hafi verið uppi undir Einhyrningi (Árb. 1886,
57, 58), (sbr. um annað býli þar s. st.), eða þar sem bær er sýndur
sunnan-við Hrútskoll í 300 metra hæð eða meira á korti herforingja-
ráðsins. Þar þykir mér líklegra, að sé yngra fjalla-kot (eða -býli), ef
ekki selstaða; þó vil ég ekkert um það fullyrða. Fremur hygg ég, að
hann hafi verið neðar, á móts við Þórsmörk, sunnan-í fjallshlíðinni
niður að aurnum, að jafnsléttu, nálægt Hellisvöllum. Þar getur hinn
mikli aurburður fram úr hinu Ianga og djúpa gljúfri Markarfljótsins
auðveldlega verið fyrir löngu búinn að eyðileggja allt umhverfis af
broti og áhlaði. Þar hef ég ekki komið, en í Þórsmerkur-ferð hefir
mér verið bent á Bólstað, þar sem til að sjá er einkarfagurt, ból-
staðar- og forntúna-Iegt bæjarstæði, uppi í hlíðinni á móts við Þórs-
mörk. Líklega er það sá staður, sem nú kallast Kanastaðir (Árb.
2