Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 17
17 haustið 872, Þórólfur féll veturinn 877, — sama árið, sem Ketill nam land — (Safn I., 443). Veturinn eftir, 878, giftist Sigríður í 3. sinn Ey- vindi Berðlu-Kárasyni (bróður Ölvis hnúfu);hann var uppkominn og í hirð konugs 872 (Egla 44, 45; Safn 212, 282). Þeirra dóttir var Rannveig, kona Sighvats (Geirlaug: Egla 55); hún er »varla fædd fyr en um 880. Sé hún fædd 882, sem nærri mun láta, þá fellur það vel, að börn hennar hafi fæðzt á árunum 905—920« (Safn I., 282, 283). Þau munu hafa giftst í Noregi, og eftir því, sem nú er sagt, varla fyr en eftir 900. Má hann þá hafa numið land 905—920, þ. e. eftir aðal-nám (Safn I., 272). Þetta er allt nokkuð á óvissu byggt, því nú þekkist ekki, hvað af börnum hans kynni að vera fætt í Noregi. Hér er skýrt sagt frá landnámi Sighvats, að því er Einhyrnings- mörk snertir. Einhyrningur er gamalt nafn á þeim eina hnúk, sem um getur verið að ræða. Hann er nálega á miðjum afrétti Fljóts- hlíðinga; mun hann því hámark landnámsins og mörkin (skógurinn) eflaust kennd við hann. En Deildarár þekkjast nú ekki. Um þær ár hafa því verið skipt- ar skoðanir. Guðbrandur Vigfússon heldur jafnvel, að sú fremri hafi verið Bleiksá, fyrir vestan Barkarstaði, en Gilsá sú innri (Árb. ’92, 41), en Brynjólfur Jónsson, sem hefir skrifað mikið um landnám Sighvats (í Árb. 1886, 52), heldur því fram að Deildará ytri sé vestan-undir Þórólfsfelli, Þórólfsá eða Marðará (liggja rétt saman), en hin innri sé Gilsá. — Fyrir innan Gilsá er að vísu allmikið land, en ef Gilsá álítst sama áin og Deildará innri, er engu að síður ólíklegt, að hann hafi tekið þar land, meðan nóg land var ónumið sunnar. — Hafi Sighvatur numið land fyr en Þórólfur — og til þess eru nokkrar líkur — er óvist, að þá hafi verið nema ein Deildará til, sem svo hafi verið nefnd, og hún verið fyrir vestan Þórólfsfell. Allólíklegt þykir mér, að Bólstaður hafi verið uppi undir Einhyrningi (Árb. 1886, 57, 58), (sbr. um annað býli þar s. st.), eða þar sem bær er sýndur sunnan-við Hrútskoll í 300 metra hæð eða meira á korti herforingja- ráðsins. Þar þykir mér líklegra, að sé yngra fjalla-kot (eða -býli), ef ekki selstaða; þó vil ég ekkert um það fullyrða. Fremur hygg ég, að hann hafi verið neðar, á móts við Þórsmörk, sunnan-í fjallshlíðinni niður að aurnum, að jafnsléttu, nálægt Hellisvöllum. Þar getur hinn mikli aurburður fram úr hinu Ianga og djúpa gljúfri Markarfljótsins auðveldlega verið fyrir löngu búinn að eyðileggja allt umhverfis af broti og áhlaði. Þar hef ég ekki komið, en í Þórsmerkur-ferð hefir mér verið bent á Bólstað, þar sem til að sjá er einkarfagurt, ból- staðar- og forntúna-Iegt bæjarstæði, uppi í hlíðinni á móts við Þórs- mörk. Líklega er það sá staður, sem nú kallast Kanastaðir (Árb. 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.